Réttur


Réttur - 01.11.1965, Side 85

Réttur - 01.11.1965, Side 85
RETTUR 293 inn er aðskilinn frá stjórnar- eða framleiðslutækjum sínum. í aug- um hinna sem eiga skipti við þessar stofnanir, hvort sem þær eru opinberar eða í einkaeign, eru þær fjarlæg og framandi bákn er lúta stjórn ósýnilegra og ópersónulegra afla. „Skipulagt ábyrgðar- leysi og persónuleysi er höfuðeinkenni iðnaðarþjóðfélags nútímans. Einstaklingurinn mætir á alla vegu stofnunum sem honum virðast framandi hagsmunum sínum,“ segir Bandaríkjamaðurinn C. W. Mills sem hefur rannsakað gaumgæfilega vinnuskilyrði og lífs- viðhorf „flibbamanna“ (white collar) í Bandaríkjuin N-Ameríku. Þetta skipulagða ábyrgðarleysi veldur tíðum árekstrum milli stofn- unarinnar og viðskiptavinarins er krefst þess sem einstaklingur að erindi sitt hljóti persónulega afgreiðslu. Niðurstaða Mills er sú að hversu gott sem skipulag stofnunarinnar sé, orki hún framandi á starfsmennina og firring þeirra verði því meiri sem þeir reyna að líkjast hinum dæmigerða skriff.inna. Þeir eru aldir upp í siðfræði sölumannsins sem gerir sér upp áhuga á viðskiptavininum til þess eins að geta vafið honum um fingur sér og hagnast á honum. Mað- urinn er gerður að gróðatæki, firrtur manngildi sínu og reisn. Hin pólitiska firring. Afstaða nútímamannsins til ríkisvaldsins, víðfeðmustu stofn- unar þjóðfélagsins, endurspeglar hið almenna viðhorf sem á undan er lýst. Karl Marx varð manna fyrstur til að sýna fram á hina póli- tísku firingu sem kemur fram í lotningu manna og auðmýkt fyrir ríkisvaldinu. Þorri manna lítur á ríkið sem eitthvert upphafið, sér- tækt og framandi fyrirbæri sem ekki lúti neinum þjóðfélagslegum lögmálum. Þessi afstaða sýnir aðeins hversu breitt bil er staðfest milli einstaklingsins og hins kapitalíska þjóðfélags. Nútímamaður- inn finnur sig klofinn í tvennt, ef svo mætti segja: annars vegar einstakling í orðsins fyllstu merkingu og hins vegar þjóðfélagsborg- ara sem hefur ákveðnum skyldum að gegna við samfélagið. Þjóð- félagið sjálft viðurkennir þennan tvíklofning með því að það gerir oft allt aðrar kröfur til hegðunar manna sem einstaklinga ánnan fjölskyldunnar en utan hennar, meðal samborgaranna. Marx sýndi fram á það hvernig ríkisvaldið hefur vaxið upp úr þjóðfélaginu sem valdatæki ráðandi stétta er beita því til að drottna yfir öðrum stéttum. Það sem á sér þannig ákveðnar sögulegar og félagslegar forsendur birtist aftur hverri nýrri kynslóð sem óum- breýtanlegt og sjálfsagt fyrirbæri, óháð mannlegum vilja og mætti. Þarna kemur fram kjarni firringarinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.