Réttur


Réttur - 01.11.1965, Page 115

Réttur - 01.11.1965, Page 115
RETTUK 323 orðin algerlega „mannleg,“ því að hún er ekki alltaf og alls staðar skapandi. Það væri rangt að ætla að allir menn í voru þjóðfélagi hafi fullmótaða þörf til skapandi vinnu, eða þann hæfileika að inna hana af hendi eftir fyrirmælum eða af skyldu. „Þegar áróður vor — í góðum tilgangi en ósköp yfirborðsleg- ur -— talar um þann sjálfkrafa áhuga sem vinnandi fólk sýni á tækni og skapandi starfi og leggur áherzlu á yfirburði vora að þessu leyti, þá gerir það okkur erfiðara um vik að viðurkenna að þetta er ekki svona ennþá alls staðar, og finna ástæðuna fyrir því. Hlutverk vísindanna er t. d. ekki fólgið í því að sannfæra verkalýðs- stéttina um alfullkomleika sinn. Mikilsverðara er að vísindin hjálpi henni t.il að uppgötva skilyrðin fyrir og aðferðirnar til áframhald- andi fullkomnunar þjóðfélagsins og alhliða framfara hennar sjálfr- ar.“ (Úr grein eftir Jan Sindelar, „Húmanisminn i heimi vísinda og tækni“ í Rudé Právo 13. apríl 1965) . . . Listin alrnenningseign. — Vandamál og mótsetningar. Ein alvarlegustu mistökin sem töfðu oss í að leysa vandamál menningarþróunarinnar var sú ranga hugmynd, að allir hefðu sama smekk og þar af leiðandi væri hægt að finna samnefnara fyrir al- þýðulist sem væri öllum aðgengileg og skiljanleg. Sambandið milli listamanns og fólks var skoðað einhliða — frá sjónarhól skyldu Listamannsins við almenning. Skrifið fyrir fólkið, skrifið þannig, að allir skilji, — þannig lásum vér þetta í mýmörgum ritgerðum. Þótt þetta kjörorð virðist lýðræðislegt, getur það við vissar aðstæður orðið sauðargæra lýðskrums. Þannig var það t. d. á tíma persónudýrkunarinnar, þegar menningarlífinu var stjórnað og mælikvarðinn um gildi margra verka var sá, hvort það væri „aðgengilegt fyrir almenning.“ A bak við þennan mæli- kvarða földu sig oft kröfur sem áttu ekkert skylt við smekk eða þarfir almennings. Um 1950 var oss sagt að jass væri „þjóðlaus List, andlaust garg sem spillti fólki og æli það upp í fallbyssufóður.“ „Alþýðulegri" hljómsveit Knochs var stillt upp sem mótvægi •— og eins og síðar kom í ljós, þá var verið að reyna að neyða smekk gamla fólksins uþp á yngri kynslóðina. Þannig var búið til pólitískt vandamál sem var að uppistöðu smekksatriði og skaðaði án efa bæði þróun léttari tónlistar og æskulýðsstarfið yfirleitt. Án þekkingar eða minnsta áhuga á viðhorfum almennings Var fyrirfram ákveðjð hvað það væri sem hann þarfnaðist og hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.