Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 44
44
RÉTTUR
1111.
Konur og karlar séu jafn rétthá. Dómsvald og framkvæmdavald sé aðskilið'.
Yfirdómarar sitji eigi á Jjingi.
Embœttismenn ern þjónar þjóSarinnar.
Sakamál fari fram opinberlega og munnlega.
Hegningarlögunum sé breytt í mannúðlegri átt, og ntiði að því að gera
þann, sem brotlegur er, að betri manni, en dragi hann ekki lengra niður.
ÞjóSin haji málskotsrétt (referendum).
Fátækrahjálp sé hjálp til sjáljshjálpar.
llið opinbera sjái á sœmilegan hátt fyrir munaðarlausum börnurn og örvasa
gamalmennum, og öðrum, er líkt stendur a fyrir.
Trúarbrögð eru einkamál og hinu opinbera óviðkomandi, komi þau eigi
í bága við þjóðfélagslffið.
Skattalöggjöfin sé sem fábrotnust. Beinir skattar eru réttlátastir.
Landstjórnin hafi eigi rétt til þess að taka lán nema með sérstöku samþykki
(atkvæði) þjóðarinnar. Þetta kemur þó eigi til greina, þegar leyfið er veitt
sérstaklega í lögum sem fé þarf til þess að framkvæma.
Þó vér séum eigi eindregið á móti því að lána fé hjá útlendum þjóðum,
þegar það er til ákveSna jyrirtækja, þá erum vér samt yfirleitt á móti því að
gerast lánþegar erlendra þjóða meira en orðið er; vér viljurn sem minsta
bagga binda á bak komandi kynslóðar. Þess er heldur ekki þörj, sé skynsam-
lega aðfarið. Fjármagn þeirra lánstofnana, sem nú eru í landinu, er sem
stendur nóg, séu útlánin gerð með fyrirhyggju til þeirra fyrirtækja, er fljót-
astan og vissastan arð gefa. Til þess að greiða fyrir liringrás peninganna, þarf
að stofna sparisjóði, og til þess að greiða fyrir þörf landbúnaðarins þarf að
stofna lánfélög eftir erlendu sniði (samvinnu).
V.
Það er álit vort, að sambandsmálið liafi langt urn of dregið úr starfskrafti
alþingis, til mikils tjóns fyrir framkvæmdir í landinu. MarkmiSi voru má ná
mcð þeirri sjálfstjórn, er vér nú höfum. Vér viljum því fyrst um sinn alger-
lega leggja sambandsmálið á hilluna og láta seinni tíma skera úr, livort þjóð
vor á að mynda ríki útaf fyrir sig, eða halda áfram sambandinu við Dani,
þartil Bandaríki Evrópu, sem vér þykjumst vissir um að verði stofnuð, komast
á. Það er því ósk vor og von, að allir œttjarSarvinir geti aðhyllst stefnuskrá
vora, hvort lieldur þeir eru með sambandi eða skilnaSi.
VI.
Það er álit vort, að ísland, ýmsra staðhátta vegna, geti orðið fyrst allra
landa til þess að útrýma fátæktinni og konia á fjárhagslegum jöfnuði, svo
scm getið er um að framan, eigi aSeins til hamingju þjóS þeirri, er þetta land
byggir, heldur einnig í þarjir gjörvalls mannkynsins, bæði með eftirdæminu
og með þeini drjúga skerf, er vér mundum leggja til heiinsmenningarinnar,