Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 26
26 RÉTTUR þessum atburðum samtíða, svo ekki sé talað um Dani sjálfa. I aug- um þeirra kynslóða íslenzkra, sem síðar lifðu, táknar Þjóðfundur- inn eina tilkomumestu stund í sögulegu lífsdrama þjóðarinnar, enda oft ver.ið til hennar vitnað þegar Islendingar þurftu að láta sér vaxa ásmegin. Slíkt mat, sprottið upp úr þjóðernislegri tilfinningasemi, þarf þó að sjálfsögðu ekki að vera réttur sögulegur dómur. En þegar litið er um öxl og Þjóðfundurinn athugaður vímulausum augum í ljósi allrar síðari sögu islenzkrar sjálfstæðisbaráttu, þá hygg ég það leiki ekki á tveim tungum, að hinn pólitíski ósigur Íslendinga i Þjóðfundarlok hafi orðið þeim happ og rétt hafi verið hjá meiri hluta nefndarinnar að spenna bogann svo hátt í þetta skipti, að út- séð væri um samkomulag. Frumvarp dönsku stjórnarinnar, sem iagt var fyrir Þjóðfundinn um stöðu íslands í fyrirkomulag.i ríkisins var svo hættulegt tilræði við íslenzk landsréttindi, að bezti kostur- inn, sem völ var á þá stundina, var Þjóðfundarslit. Og sjálfur taldi Jón Sigurðsson sér það mest til gildis nokkrum árum síðar, að hann hefði afstýrt .innlimun íslands í Danmörku árið 1851. Þegar Jón Sigurðsson vann að nefndarálitinu sumarið 1851, þá gerði hann sér engar tálvonir um að þessar tillögur yrðu teknar til greina af stjórninni. Þær voru ekki „raunhæfar“ í þeim skilningi, að von vær.i um framkvæmd á þeim. En þær urðu sögulegur stefnu- skrárgrundvöllur pólitískrar baráttu, sem átti eftir að taka ár og áratugi. Það hafði orðið óhapp íslendinga, að Þjóðfundurinn hafði verið kvaddur of seint saman. Hann lenti í útsogi þeirrar evrópsku byltingarhreyfingar, sem hann átti tilveru sína að þakka og það var með öllu vonlaust, að hinar róttæku tillögur nefndarinnar fengi nokkurn hyr eins og á stóð. Jón Sigurðsson játaði sjálfur, að þær hefðu fremur verið stefnuyfirlýsing en samkomulagsgrundvöllur. Hinn 15. nóv. 1851 skrifar hann Þorgeiri Guðmundssyn.i presti þessi orð: „De kan forresten nok tænke, at vi ikke videre gjorde Regning paa at faae vort Plan igennem . ..“ A næstu árum eftir Þjóðfundinn o.g einnig stundum síðar flögr- aði það að Jóni Sigurðssyni, að þjóð.in væri ekki enn pólitísku frelsi vaxin, að minnsta kosti ekki „fyr en við höfum gengið nokkuð i gegnum“, eins og hann orðar það í hréfi til Gísla Hjálmarssonar læknis 29. sept. 1851. Því fór þó fjarri, að hann hefði misst kjark- inn eftir viðburði Þjóðfundarins. Hann var fullur hjartsýni og haldinn eirðarlausri athafnaþrá. Á þessum árum skynjaði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.