Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 35
RETTUR
35
miðað við einfalda 'rennslisvirkjun eins og bandaríska verkfræði-
fyrirtækið gerði upphaflega tillögur um.
En það eru fleiri atriði sem ekki eru reiknuð inn í virkjunar-
kostnaðinn. Eins og kunnugt er, er áformað að koma upp vara-
stöðvum til öryggis, ef truflanir verða við Búrfell, og eru slíkar
stöðvar m. a. skilyrði frá alúmínhringnum, því bræðslan verður að
fá örugga lágmarksorku svo aldrei storkni í pottunum. Þær stöðvar
sem um er rætt eiga að kosta 160—180 milljónir króna, en sá stofn-
kostnaður er ekki reiknaður inn í heildaráætlunina, heldur er Islend-
ingum einum ætlað að bera hann. Er þessi óeðlilegi háttur á hafður
til þess að hægt sé að reikna út kostnaðarverð á pappírnum sem
jafngildir hugmyndum hringsins.
Þá er augljóst mál að kostnaðartölur þær sem reiknað er með í
áætlununum fá engan veginn staðizt vegna verðbólguþróunarinnar
á íslandi. Aætlanirnar eru frá því í febrúarmánuði 1964, en fram-
kvæmdum á ekki að verða lokið fyrr en fimm árum síðar en bygg-
ingarkostnaður var reiknaður út. Síðustu fimm ár hefur byggingar-
kostnaður hækkað um a.m.k. 10% á ári, og sízt mun draga úr þeirri
verðbólguþróun ef ráðast á í stórframkvæmdir þær sem nú er rætt
um. Því munu jafnvel þær heildarkostnaðartölur sem reiknað hefur
verið með ekki fá staðizt, heldur hækka mjög verulega, vafalaust um
eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Ég vil nefna enn eitt atriði af hliðstæðu tagi. Hvarvetna þar sem
alúmínbræðslur bafa verið reistar í nágrenni okkar að undanförnu
hefur verið talið sjálfsagt að búa þær hreinsunartækjum til þess að
koma í veg fyrir flúoreitrun á jarðvegi og gróðri í nágrenninu. En
svissneski hringurinn tilkynnti íslenzku samninganefndinni að slíkur
hreinsunarútbúnaður yrði þá að vera á kostnað íslendinga og birtast
í lægra raforkuverði, en hreinsunarútbúnaður er talinn kosta yfir
100 milljónir króna. Til þess að losna við þetta vandamál er um
það rætt að alúmínbræðslan verði án hreinsunartækja í námunda
við þéttbýlustu svæði á Islandi þar sem m. a. er stunduð matvæla-
framleiðsla til útflutnings. Fæ ég með engu móti skilið að þar sé
um raunsæjar áætlanir að ræða.
Allt er þetta til marks um vonlausa baráttu stjórnarvaldanna til
þess að reyna að sanna það á pappírnum að verð það sem alúmín-
hringurinn býður — 10,75 aurar á kílóvattstund — sé í samræmi
við raunverulegt kostnaðarverð. Þær tilraunir hafa mistekizt fyrir