Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 56
56
RÉTT UR
þróun þjóðfélagsins, eflingu sjávarútvegs og iðnaðar, — og þar
með stóraukningu verkalýðsins sjálfs, betri lífskjörum og meiri frí-
stundum.
Ef tæknileg þróun þjóðfélagsins átti að vera hugsanleg án þess
að auðvald þróað.ist, þá liefði þurft að skapa samstillingu Fram-
sóknar og Alþýðuflokksins um stórfellda tækniþróun íslands á
grundvelli samvinnu, bæjar- og ríkisreksturs. Hugmyndir um slíka
þróun voru til, en grundvöllur ekki til framkvæmda.
Það húsbóndavald, sem Framsóknarforystan á þessu skeiði áleit
sig eiga að hafa yfir Alþýðuflokknum, varð þróun Alþýðuflokksins
fjötur, sem varð að brjóta. Framsókn var reiðubúin að hjálpa Al-
þýðuflokknum í einstaka endurbótamálum (t. d. togaravökulögun-
um), en hún vildi ráða honum og sníða honum stakk við sitt —
þ. e. Framsóknar — hæfi.
Gegn þessu húsbóndavaldi og undanláti undan því risu vinstri
kraftar í Alþýðuflokknum, kommúnistarnir fyrst og síðar fleiri.
Stefnan með slíkri uppreisn var: pólitískt sjálfstæði verkalýðsins
gagnvart borgaralegum flokkum og vilji verkalýðsins til þess að
takast forystu á hendur í þjóðmálunum.
Gagnrýni kommúnista jókst eftir stjórnarmyndunina 1927, er
það sýndi sig að Framsóknarstjórnin var andvíg slíkum þjóðnýt-
ingaráformum sem olíueinkasölu ríkisins o. fl. og var ótrauð að
berjast gegn verkamönnum í kaupgjaldsbaráttu þeirra. Átökin
skerptust í sífellu. Bardagaaðferð Jónasar frá Hriflu varð hin sí-
gilda aðferð Bismarks: sætabrauð og sv.ipan, — sætabrauð handa
krötum, svipan handa kommúnistum, ef þeir gáfust ekki upp. Það
hófst einhver hatramasta pólitíska ofsóknarherferð, sem þekkzt
hefur á þessari öld á ísland,i og stóð með smáhléum til 1942. Brott-
rekstur nemenda úr menntaskóluin fyrir kommúnisma, brottrekstur
sjúklinga af heilsuhælum o. s. frv. átti að brjóta kommúnismann á
bak aftur, en hafði þveröfug áhrif. Innan Alþýðuflokksins skerptust
og átökin milli þeirra, er lélu sér lynda yfirgang Framsóknar, —
og kommúnistanna. Baráttan gegn þessar.i undanlátsstefnu „krat-
anna“ varð einn aðalþáttur í stofnun Kommúnistaflokks Islands
29. nóv.—3. des. 1930.
Kommúnistaflokkurinn gerði að einu höfuðatriði í baráttu sinni
pólitískt sjálfstæði verklýðshreyfingarinnar gagnvart Framsóknar-
flokknum og gerði jafnframt forystuhlutverk verkalýðsins í þjóð-
félaginu að hugsjón sinni. Og er fram liðu stundir óx upp nýr