Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 56
56 RÉTT UR þróun þjóðfélagsins, eflingu sjávarútvegs og iðnaðar, — og þar með stóraukningu verkalýðsins sjálfs, betri lífskjörum og meiri frí- stundum. Ef tæknileg þróun þjóðfélagsins átti að vera hugsanleg án þess að auðvald þróað.ist, þá liefði þurft að skapa samstillingu Fram- sóknar og Alþýðuflokksins um stórfellda tækniþróun íslands á grundvelli samvinnu, bæjar- og ríkisreksturs. Hugmyndir um slíka þróun voru til, en grundvöllur ekki til framkvæmda. Það húsbóndavald, sem Framsóknarforystan á þessu skeiði áleit sig eiga að hafa yfir Alþýðuflokknum, varð þróun Alþýðuflokksins fjötur, sem varð að brjóta. Framsókn var reiðubúin að hjálpa Al- þýðuflokknum í einstaka endurbótamálum (t. d. togaravökulögun- um), en hún vildi ráða honum og sníða honum stakk við sitt — þ. e. Framsóknar — hæfi. Gegn þessu húsbóndavaldi og undanláti undan því risu vinstri kraftar í Alþýðuflokknum, kommúnistarnir fyrst og síðar fleiri. Stefnan með slíkri uppreisn var: pólitískt sjálfstæði verkalýðsins gagnvart borgaralegum flokkum og vilji verkalýðsins til þess að takast forystu á hendur í þjóðmálunum. Gagnrýni kommúnista jókst eftir stjórnarmyndunina 1927, er það sýndi sig að Framsóknarstjórnin var andvíg slíkum þjóðnýt- ingaráformum sem olíueinkasölu ríkisins o. fl. og var ótrauð að berjast gegn verkamönnum í kaupgjaldsbaráttu þeirra. Átökin skerptust í sífellu. Bardagaaðferð Jónasar frá Hriflu varð hin sí- gilda aðferð Bismarks: sætabrauð og sv.ipan, — sætabrauð handa krötum, svipan handa kommúnistum, ef þeir gáfust ekki upp. Það hófst einhver hatramasta pólitíska ofsóknarherferð, sem þekkzt hefur á þessari öld á ísland,i og stóð með smáhléum til 1942. Brott- rekstur nemenda úr menntaskóluin fyrir kommúnisma, brottrekstur sjúklinga af heilsuhælum o. s. frv. átti að brjóta kommúnismann á bak aftur, en hafði þveröfug áhrif. Innan Alþýðuflokksins skerptust og átökin milli þeirra, er lélu sér lynda yfirgang Framsóknar, — og kommúnistanna. Baráttan gegn þessar.i undanlátsstefnu „krat- anna“ varð einn aðalþáttur í stofnun Kommúnistaflokks Islands 29. nóv.—3. des. 1930. Kommúnistaflokkurinn gerði að einu höfuðatriði í baráttu sinni pólitískt sjálfstæði verklýðshreyfingarinnar gagnvart Framsóknar- flokknum og gerði jafnframt forystuhlutverk verkalýðsins í þjóð- félaginu að hugsjón sinni. Og er fram liðu stundir óx upp nýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.