Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 61

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 61
R E T T U R 61 því þjóðfélagi, sem var. Og það sem breytzt hefur til hins betya er að þakka þessari þrautseigu, fórnfreku baráttu verkalýðsins á kaup- gjalds- og stjórnmálasviðinu. Þeirri baráttu má kynslóðin, sem nú tekur við aldrei gleyma, ef hún ætlar að varðveita það, sem nú hefur náðst og bæta við það. Hún þarf að læra og læra til fulls af þeim hildarleik, sem háður hefur verlð í hálfa öld. A tímabilinu 1916 til 1930 er háð hörð barátta jafnt í Reykjavík og Hafnarfirði sem hringinn í kring um landið. í höfuðstöðvunum gengur heitt tii: hvert verkfall þýðir átök („Blöndahlsslagurinn“ o. fl.) og til „hvíta stríðsins“ (1921) kemur út af aðför að Ólafi Friðr.ikssyni. Hvert einasta félag verkakvenna sem verkamanna, hvar sem er á landinu, hlýtur eldskírn sína í harðvítugri viðureign við atvinnurekendur, sem neita að viðurkenna þau og beita hvers- konar brögðum og kúgun. Saga nýju verklýðsfélaganna um allt land geymir hetjusögu brautryðjenda í viðureign við smákóngavald eins- konar íslenzkra einokunarkaupmanna, sem oft réðu atvinnu allri, áttu einir verzlun staðanna og jafnvel öll íbúðarhúsin. (Óseyrin og Bogesensvaldið í „Sölku Völku" Halldórs Kiljans Laxness er myndin frá þessum árum). Auðmannastétt Reykjavíkur reynir jafnvel 1923 —4 einskonar hervæðingu með ríkislögreglu, til þess að brjóta verklýðshreyfinguna á bak aftur, en mótmælaaldan eyðileggur í bili þær fyrirætlanir. Frá þessum tímum geymist minningin i mörgum þorpum landsins um lílil verklýðsíélög, sem árum saman fengu engan samning, en settu sinn taxta og héldu hann: urðu alltaf að sækja vinnu utanbæjar, unz fjórðungs- og landssamhöndin hjálpuðu til að brjóta einokunarvald atvinnurekenda á bak aftur. Hin dýrkeypta reynsla þessara ára má ekki gleymast á þessum stöðum. Verkalýður margra lítilla kauptúna hefur á síðari árum oft fylgt eftir stærri bæjunum i kaupsamningum, en bann þarf alltaf að vera viðbúinn: „Það er ekki m.inni vandi að gæta fengins fjár en afla“ — segir máltækið. Verkalýðurinn verður að geta barizt af sama krafti og eldmóði og fyrrum, ef hann ætlar að halda hlut sinum í þjóðfélaginu og bæta bann. Tímabilið 1930—1942 er límabil hörðustu stéttaátaka, sem orðið hafa á Islandi, raunverulegt hetjutímabil íslenzkra verklýðssam- laka, er lýkur með mesta sigri þeirra. Heimskreppan skellur y£ir landið í árslok 1930 og 1931 og veldur strax hörðustu árekstrum milli alþýðu og yfirstéttar. Atvinnuleysið margfaldast og verður stöðugt fyrirbrigði. Neyðin sverfur að meir en nokkru sinni fyrr á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.