Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 76

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 76
76 RÉTTUR Örn Arnarson er í öllum skáldskap sínum gagntekinn ádeilu og hvatningu í anda þeirrar uppreisnar alþýðu, sem sósíalisminn er.*) Þegar hugsjón sósíalismans tók að fölskvast í Alþýðuflokknum r.g Kommúnistaflokkurinn hóf merki hennar því hærra á loft, — og auðvaldsþjóðfélagið samtímis sýndi sig í sinni grimmilegustu mynd kreppu og fasisma, risu skáldin því hærra í listsköpun sinni sem alþýðunni var meiri þörf á að skilja köllun sína. Halldór Kiljan Laxness skapar á tímahilinu 1930 til 1940 hinar óviðjafnanlegu Islendingasögur alþýðunnar: Sölku Völku, Sjálf- stætt fólk og Heimsljós allt. Og þegar borgarastéttin refsar honum fyrir þá ósvífni að yrkja svona og Menningarsjóður hættir að gefa bækur hans út, þá er það „Heimskringla", útgáfufyrirtæki komm- únistanna, sem gefur út „Straumrof“ og „Heimsljós“. Og í „Rétti“ birtist „Þórður gamli halti“, sem Alþýðuflokkurinn bannfærði, af því hann boðaði samfyikingu. Er það lengi vel eina lýsingin í sögu á 9. nóvember 1932, þar til Stefán Jónsson, listaskáldið um líf barn- anna, gaf oss sína sterku, listrænu sögu „Vegurinn að brúnni“ um þjóðfélagsástand og baksvið þessara ára. Stúdentar buðu Halldóri 1. des. 1935 að flytja sína sígildu ræðu um málstað fólksins: þjóð- fylkingu, alþýðufylkingu, samfylkingu. Og 1. mai 1937 og 1. maí 1938 flutti hann verkalýð Reykjavíkur samfylkingarboðskapinn: Og þegar hin nýja hætta bandarísku yfirdrottnunarinnar færist yfir landið eftir 1941, gefur Halldór þjóð sinni „lslandsklukkuna“ (1943—46) og „Atómstöðina“ (1948), þar sem saman fer ein list- rænasta ádeila á íslenzka borgarastétt hernámstímabilsins og tengsl- ,in við sjálfstæðishugsjón verkamanna og bænda. Jóhannes úr Kötlum kveður sósíalismanum hljóðs með „Samt mun ég vaka“ (1935) og „Hrímhvíta móðir“ (1937) og tengir sam- an í þeim og síðan í 30 ár erfð Jónasar, Matthíasar, Steingríms, og Þorsteins við boðskapinn um frelsi og jöfnuð sósíalismans. Eins *) Kristinn Ölafsson segir svo fra í hók sinni: „Örn Arnarson. Minningar- Jjættir", að Örn (Magnús Stefónsson) liafi skrifað knnningja sínum bréf 8. jan. 1934 og segir þar (bls. 73—4): „Síðast en ekki sízt má geta þess, að kömmúnistar dubbuðu mig upp sem einn sinn stærri spámanna og settu mig í alþingishátíðarútgáfu Réttar. Ég þykist vita að þér og öðrum íhaldssálum liafi verið það lítið gleðiefni, en ég er kommum þakklátur fyrir.“ Magnús Stefánsson var áhugasamur andstæðingur auðvalds. (Sbr. æviágrip B.. Aðal- bjarnarsonar mcð „Ulgresi" 1942).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.