Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 60
60
RÉTTUR
launiþegastéttarinnar og forystu hennar í þjóðmálum ætti að kenna
verklýðsflokkunum að lif þeirra og framtíð er undir því komið að
samstaða og samstarf megi takast ó milli þeirra. Það er dýrkeypt
reynsla, — en ekki of dýru verði keypt, ef menn aðeins læra af henni
og breyta samkvæmt þeirri reynslu nú þegar í ár.
II. Hálfrar aldar herzla í eldi stéttabarátfunnar.
Þegar Alþýðusamband íslands var stofnað 1916 voru það sjö
félög í Reykjavík og Hafnarfirði, sem riðu á vaðið, líklega með
2—3000 meðiimi. Nú er Alþýðusambandið skipað 150 félögum og
landssamböndum með um 35000 meðlimum.
1916 var hin pólitíska starfsemi hins nýstofnaða Alþýðuflokks
mjög veik. Nú hafa tveir flokkar verkalýðsins 17 þingmenn saman-
lagt og 30,2% af fylgi þjóðarinnar á bak við sig og hafa komizt upp
í 37,3% áður.
Fyrir 50 árum bjó íslenzkur verkalýður við neyð og réttinda-
leysi. Sultur og örbirgð beið við dyr hverrar verkamannafjölskyldu,
ef atvinnuleysi, veikindi eða slys bar að höndum. Og ef leita varð
á „sveitina“, kostaði það missi mannréttinda.
Eftir hálfrar aldar baráttu hefur verkalýðurinn skapað sér all
víðtækt tryggingakerfi, knúð fram margvísleg réttindi sér til handa,
— þótt margt sé þar enn eftir að vinna.
Fyrir 50 árum voru verklýðssamtökin enn veik, atvinnurekendur
reyndu að neita að semja við þau, forvígismenn þeirra voru ofsóttir,
urðu oft að fiýja bæina, sem þeir bjuggu í, „morgunblöð“ auðvalds-
ins rægðu samtökin látlaust og hvað eftir annað voru þau beitt
þrælalögum og reynt að koma á ríkislögreglu, til þess að brjóta
þau á bak aftur.
í dag eru verklýðssamtökin sterkasta valdið í landinu við lilið
ríkisvaldsins, lögin, atvinnurekendur og ríkisstjórn viðurkenna þau
sem samningsaðilja og fyrst auðvaldinu hefur ekki tekizt að brjóta
þau á bak aftur, þá reynir það að ná tangarhaldi á ýmsum þeirra
aftan fró og svíkja þau um óvexti baráttu þeirra með svikamyllu
verðbólgunnar. Mörg verklýðsfélaganna hafa herzt svo í hálfrar
aldar eldi stéttabaráttunnar, að þau ryðja í sífellu brautina, — sum
kjósa hins vegar helzt að orna sér við þann eld og halla sér að
atvinnurekendum.
Allt hefur þetta kostað miklar fórnir og baróttu, en það þjóð-
félag, sem alþýðan í dag býr við, er líka um margt orðið gerólíkt