Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 70
70
RÉTTUR
lýösfélögunum slotað nokkuð og grundvöllur til samstarfs verklýðs-
flokkanna skapazt þar. Og í hörðum átökum við atvinnurekendur
1963—65 hafa báðir verklýðsflokkarnir hvað eftir annað staðið
saman.
Reynsla íslenzks verkalýðs í pólitískum skipulagsmálum sínum
ætti að sanna öllum, sem honum vilja vel, hve vandasöm þau mál eru
meðferðar. Líklegt þykir mér að heppilegast form pólitísks sam-
starfs alls verkalýðs og sósíalista á íslandi yrði fyrst um sinn, —
eftir að samstaða hefur fengizt um málefnin, sem auðvitað er undir-
staðan, — svipað og brezki Verkamannaflokkurinn — Labour Party
— hefur: heildarflokkur í formi kosningabandalags, sem hefur innan
sinna vébanda flokksfélög og heila flokka,") en er sameinaður þing-
flokkur, er veitir meðlimum sínum víðtækt frelsi til skiptra skoðana,
hópmyndana og blaða- eða tímaritaútgáfu, en sameinar þó stéttar-
hreyfinguna að mjög miklu leyti pólitískt. (Brezki Verkamanna-
flokkurinn hefur hinsvegar gert þau mistök að neita Kommúnista-
flokki Bretlands um upptöku, sem hann hvað eftir annað hefur sótt
um, en í þeim flokki er sem kunnugt er margt af beztu heilum og
fórnfúsustu starfsmönnum sósíalismans á Bretlandi).
IV. Verklýðshreyfingin og þjóðfrelsið.
Afstaðan í þjóðfrelsismálum er einn höfuðprófsteinninn á for-
ystuhæfni verkalýðsins fyrir þjóðinni. Það reyndi á íslenzka bænda-
slétt, aðalvinnandi stétt landsins þá, í þeim efnum á síðari hluta 19.
aldar í frelsisbaráttunni við Dani — og hún stóðst það próf með
prýði. Saga Islands viðurkennir óbrigðula forystu bænda og mennta-
manna í þeirri sjálfstæðisbaráttu.
Það getur engin vinnandi stétt í kúguðu landi frelsað sjálfa sig til
fullnustu án þess að frelsa þjóðina um leið.
Baráttan fyrir valdi verklýðs- og launþegastétta í þjóðfélaginu,
hlýtur því um leið að vera baráttan fyrir fullu frelsi og sjálfsforræði
þjóðarinnar gagnvart öðrum þjóðum. Þjóðfrelsið og fullur sigur
verklýðshreyfingarinnar eru órjúfanlega samtv.innuð.
Því fór fjarri að þetta væri sósíalistum almennt Ijóst um og eftir
síðustu aldamót.
*) í Labour Party hafa verið auk Labour Party-samtakanna sjálfra, sam-
vinnuflokkurinn (Cooperative Party), Oháði verkamannaflokkurinn (I.L.P.)
og svo þorri verklýðsfélaganna.