Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 54
EINAR OLGEIRSSON:
Hugleiðing um hálfrar aldar
reynslu íslenzkrar verklýðs-
hreyfingar á nokkrum sviðum
Hálf öld er liðin, síðan íslenzkir verkamenn skópu fyrstu varan-
legu heildarsamtök sín á faglegu og pólitísku sviði í senn, er þeir
þann 12. marz 1916 stofnuðu Alþýðusamband Islands, er nefndist
Alþýðuflokkurinn, þegar um kosningar og önnur stjórnmálaafskipti
var að ræða. Samtökin stóðu á grundvelli jafnaðarstefnunnar, —
sósialismans.
Það er hollt að horfa til haka á slíkum tímamótum og rifja upp
hvað helzt má læra af hálfrar aldar reynslu, til þess að vera betur
húinn í vegferöina næstu hálfa öld. Og veröur þó aðeins drepið á
nokkuð af því helzta í stultri tímaritsgrein.
I. Baráttan um sjálfstæði og forystuhlutverk verkalýðsins.
Heimsstyrjöldin fyrri liafði eins og sú síðari mikil áhrif í þá átt
að skerpa stéttabaráttuna og knýja verkalýðinn á sjó og landi til
umhugsunar og aðgerða í hagsmuna- og frelsisbaráttu sinni. Háseta-
verkfallið frá apríl-lokum til miðs maí 1916 varð einskonar eldskírn
hins nýstofnaða Alþýðusambands. Forystustéttin, sem þá var innan
verkalýðsins, — togarasjómennirnir, —- hafði fundið til máttar síns
og sýnt vald sitt.
Það má greina þrenna aðila við stofnun Alþýðusambands og AI-
þýðuflokks:
1. Verkamenn á sjó og landi, er þegar höfðu myndað sín verka-
lýðssamtök og jafnvel reynt landssamtök eins og Bárufélögin og
Verkamannasambandið 1908. Þeim var og að verða ljós nauösyn