Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 66

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 66
66 RÉTTUR lýðsfélagsskapnum er honum /í/snauðsyn, svo er og samstaða allrar stéttarinnar í stjórnmálabaráttunni forsenda sigurs hans yfir yfir- stéttinni, vélabrögðum hennar og valdatækjum. í eldi stéttabarátt- unnar kemur það alltaf í ljós hverjir digna og hverjir herðast og í glampanum frá loga hennar sést æ hverj.ir eigi eftir að standa saman síðar, jafnvel jiótt einhverjar skoðanir skilji þá um hríð. Því var það táknrænt 9. nóvember 1932, að þá stóðu þeir Héðinn Valdi- marsson, Sigurður Guðnason og fleiri Alþýðuflokksmenn saman við hlið kommúnistanna, sem þeir áttu eftir að sameinast sex árum síðar. En verklýðsflokkarnir hafa ekki langan líma til stefnu, ef stjórn- málahreyfing launþegastétta á að verða slíkt vald á íslandi, sem hún hefur forsendur til. Við þingkosningar 1934 höfðu þeir 27,7%, en 1963 30,2%, — og voru þá á niðurleið eftir að hafa náð 37,3% við þingkosningar 1946, er þeir höfðu staðið saman í stjórn. En það útheimtir í senn víðsýni, framsýni og umburðarlyndi af forystu- mönnum flokka og samtaka verklýðs og launþega, ef giftusamlega á að takast og vinnandi stéttum að auðnast að hera sigur úr býtum yfir fésýsluöflum þjóðfélagsins. III. Atökin um fagleg og pólitísk skipulagsmól verkalýðsins. Skipulagsmál verklýðshreyfingarinnar hafa þessa hálfu öld verið henni erfið og valdið miklum átökum, bræðravígum og harmleikj- um, — oft óhjákvæmilega vegna þess hve ágreiningur var mikill og harður, en oft veldur „tregðulögmál“ mannlegs huga því að stríð heldur áfram, þegar forsendur eru orðnar til að brúa bil, ef rétt er að farið. Höfuðregla verklýðshreyfingarinnar á að vera sú að hin faglegu samtök séu ein og innan þeirra sé jafnrétti og lýðræði, enda verði þar að vera fullt skoðanafrelsi, jafnvel þótt verklýðsfélög séu sem heild í stjórnmálaflokki eða -bandalagi. En um hin pólitísku samtök hljóta hinsvegar að gilda þær reglur, að menn séu í fleiri verklýðs- flokkum en einum, ef skoðanaágreiningur er svo mikill að ei verði haminn innan sama flokks, — en skylda allra verklýðssinna verður það samt að vera að reyna að láta þessa flokka vinna sem mest saman þegar um hagsmuni og hugsjónir verklýðshreyfingarinnar er að tefla og varast eftir mætti að láta stéttarandstæðinginn hagnýta sér ágreining þeirra. En framtíðarhugsjón sósíalistiskrar verklýðs- hreyfingar hlýtur ætíð að vera einn sósíalistiskur alþýðuflokkur, ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.