Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 12

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 12
SVERRIR KRISTJÁNSSON: JÓN SIGURÐSSON — BAKSVIÐ OG BARÁTTA — Þeir tæpu sjö áratugir, sem Jón Sigurðsson lifði af 19. öldinni munu jafnan verða æði minnisstæðir í sögu Islendinga, ekki aðeins fyrir raunveruleg afrek þessa tímab.ils, heldur kannski miklu fremur fyrir hin sögulegu fyrirheit, er það bar í skauti sér. í pólitískum efnum markast tímabilið af einni stofnun öðrum fremur: Alþingi íslendinga, sem lengst af var raunar aðeins búið ráðgefandi valdi. Það er því sjálfgefinn hlutur, að alþingi skipi nokkurn sess í þessu erindi, enda Jón Sigurðsson mjög tengdur því frá upphafi. En lítum íyrst á gerð og lögun þess þjóðfélags, sem fóstraði Jón Sigurðsson, þróun þess og breytingar frá upphafi 19. aldar fram að andláti Jóns undir lok hins áttunda aldartugar. Einum áratug áður en Jón Sigurðsson var í heiminn borinn var manntal tekið í öllum löndum Danakonungs, og þá að sjálfsögðu einnig á Islandi, hið fyrsta á 19. öld, manntalið frá 1801. Með því fæst tölfræðilegur grundvöllur að sögu íslendinga á þeirri öld. Raun- ar mega aðrar þjóðir öfunda okkur Islendinga af því, að vér höfum einnig tölfræðilegan grundvöll að 18. aldar sögu okkar, þar sem er manntalið frá 1703. En ekki þarf að fjölyrða um það, að öll sagn- fræðileg könnun breytir um svip á þeirri stundu, þegar hægt er að styðja hana tölfræðilegum mannfjöldaskýrslum. Þegar Islendingar ganga .inn í 19. öldina eru þeir í raun og veru einstæðir meðal þjóða Evrópu. Ég minnist þess ekki, að nein önnur þjóð álfunnar hafi verið sveitamannaþjóð í jafn fullum mæli og Islendingar, svo gersneydd bæjum og borglífsmenningu. Þrjú hundr- uð og sjö hálfíslenzkar og illa danskar hræður bjuggu í kvos og holtum Reykjavíkur — allt hitt var sveit, 46,933 manneskjur. Og allt þetta sveitafólk bjó í strjálbýli — Islendingar náðu aldrei því sambúðarformi, sem aðrar bændajjjóðir jarðarinnar hafa þekkt aftur í gráa forneskju — þorpsbyggðinni. Ef við rekjum okkur eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.