Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 1

Réttur - 01.10.1972, Síða 1
léttur 55. árgangur 1 972 — 4. hefti Árið 1972 táknar mikil tímamót í sögu Evrópu eftirstríðsáranna. Það hefur og orðið oss íslendingum ár ríkrar reynslu, sem þjóðin þarf að læra af. Hinir svokölluðu ,,þandamenn“ okkar, einkum valdhafar Bretlands, sýna nú þjóð vorri svart á hvítu hvað það kostar að lafa aftan í auðhringaveldi Atlanz- hafsbandalagsins. Bretarnir hampa til skiptis sætabrauðinu og svipunni: tala annan daginn um „vinaþjóðir", sem verði að semja, — hóta hinn daginn að senda herskip sín á Islandsmið: vilja halda áfram ránskap, mannránum og manndrápum eins og þeir hafa iðkað hér öldum saman. Þeir treysta á fimmtu herdeild sína hér á landi, það heilaþvegna Nato-lið, sem er reiðubúið að fórna íslandi fyrir Atlanzhafsbandalagið, — ef það bara þorir. En brezka auðvaldið gefst upp, þegar það óttast að íslenzk þjóð slíti ella af sér Nato- fjötrana. Norðurlönd lifa nú þá stund, er ákveða mun örlög norrænna þjóða um langan aldur. Sá skal nú að öllu hyggja, er á slíkum krossgötum stendur og láta ei glepjast. Sigur Willi Brandts var mikill sigur friðarstefnu borgaralegs þjóðfélags yfir ofstæki hernaðarsinna. En það var ekki sigur sósíalismans á þýzku auðvaldi. Þvert á móti hyggst nú þýzkt auðvald ná þeirri drottnunaraðstöðu í Evrópu 193

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.