Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 58

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 58
ÞÝZKU RÍKIN Kosningarsigur Willy Brandts í Vestur- Þýzkalandi 19- nóv. tryggir frið milli þýzku ríkjanna og vonandi í Evrópu fyrst um sinn. Sósíaldemokrataflokkurinn fær 230 þing- menn (45% atkvæða) og verður í fyrsta sinn stærsti flokkur ríkisins, vinnur 18 þingsæti. „Frjálsir demokratar" fá 42 þingmenn, vinna 12. Hafa þá stjórnarflokkarnir 48 þingsæta meirihluta. „Kristilegir demokratar", þjóð- rembings-afturhald auðstéttarinnar með öll Springer-blöðin, fær 224 þingmenn, tapa 18 þingsætum (tæp 45% atkvæða). Sigur ]x;ssi er sigur hinnar raunsæu stefnu Willy Brandts í utanríkismálum. Með þessari ákvörðun kjósenda er leiðin opin til eðlilegs sambands milli hinna tveggja sjálfstæðu þýzku ríkja. Diplomatisk viður- kenning Þýzka alþýÖulýSveldisins (DDR) af hálfu ríkjanna í Norður- og Vestur-Evrópu mun nú loks verða að staðreynd á næsmnni og hefði fyrir löngu átt að verða það. Hinn Sósíalistíski Einingarflokkur í DDR (SED) uppsker nú ávöxt mjög skynsamlegrar stjórnarstefnu, sem hann hefur rekið gagnvart stjórn Willy Brandt upp á síðkastið. Hinsvegar er rétt að gera sér ljóst, að ein- mitt nú, þegar friðsamleg sambúð er tryggð fyrst um sinn, mun allur hugarfarslegur á- róður öðlast margfalt gildi. Og einmitt á því sviði hafa sósíalistisku ríkin staðið auð- valdi Vesmr-Evrópu langt að baki, svo mjög sem þau hafa á ýmsum öðrum sviðum þjóð- lífsins sýnt og sannað yfirburði sósíalismans yfir kapítalismann. Kommúnistar voru fyrsta áratuginn eftir byltinguna í Rússlandi bezm áróðursmenn Evrópu á öllum sviðum. Þetta umhverfðist á næstu áratugum. Það var sem nornir fasismans, heimsstríðsins og kalda stríðsins hefðu lagt það á sósíalismann í Sov- étríkjunum að, að sama skapi sem hann sýndi næstum ofurmannlegan hetjuskap í styrjöld og uppbyggingu, skyldu hertýgi þau, sem hann axlaði í þeirri barátm upp á líf og dauða, þrengja sjóndeildarhringinn, ýta undir ofstæki og svifta hann þarmeð þeim áróðurs- mætti og aðdráttarafli, sem sósíalismanum er eiginlegur sem frelsisboðskap hins vinnandi manns. Ur þessum álögum þarf hann að losna og nú mun reyna á það bráðlega. Þýzka alþýðulýðveldið — átmnda mesta iðnaðarríki heims — öðlast nú þann sess er því ber og alltof lengi hefur verið neitað um. Sósíalistaflokkur þess, — SED, — hefur sýnt framúrskarandi dugnað í að reisa landið úr rústum og skipuleggja atvinnulífið og tryggt þarmeð alþýðu þess bezm lífskjör meðal sósí- alistísku þjóðanna. Nú mun mjög reyna á þann flokk, máske mest allra ráðandi flokka í sósíalistísku ríkj- unum, fyrst og fremst um tvennt: Annarsvegar að hafa í fullu tré við Vestur- Þjóðverja um áróður, um skoðanamyndun almennings. Til þess þarf vafalaust mikla breytingu frá því, sem nú er, endurskoðun úreltrar afstöðu og sér þess merki að slíkt 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.