Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 11

Réttur - 01.10.1972, Side 11
tryggð. Meðan burgeisastéttin hefur alein ráðið ríkisstjórn um alllangt skeið (6 ára „helmingaskiptastjórn", 12 ára „viðreisnar- stjórn") hefur henni að vísu um tíma „tekizt" að lækka kaupmátt tímakaups um allt að 20% og koma á atvinnuleysi, en verðbólg- una hefur hún aukið um 12—14% á ári að meðaltali og hin síðarnefnda lækkað gengi fjórum sinnum á 8 árum, svo fyrir „festu" var ekki að fara. Og verklýðshreyfingin fag- leg og pólitísk hefur alltaf að lokum fellt slíka stjórnarstefnu. Það hefur eftir 1942 verið hvað styrkleik snertir einskonar valdajafnvægi milli atvinnu- rekendastéttarinnar og verkalýðsins. Það er aðeins á færi verkalýðsins að skapa þá festu í efnahagslífi, sem íslenzkt þjóðfélag þarfn- ast, því hann hefur hag af því, en valdameiri hluti burgeisastéttarinnar, verzlunarauðvald- ið, hefur það ekki. Til þess að íslenzkur verkalýður geti tekizt þetta hlutverk á hend- ur þarf hann að eiga pólitískt sterka og sam- beldna verklýðshreyfingu og hafa sjálfur slíka reisn samfara meðvitund og trú á for- ustuhæfileika sína til að bera að hann þori að stjórna þjóðfélaginu. Og til þess að geta stjórnað því þarf hann að hafa góða og skiln- ingsríka bandamenn, sem m.a. væru reiðu- búnir til að reka slíka pólitík, að sá hluti atvinnurekendastéttarinnar, sem er fyrst og fremst í framleiðslunni og helzt hefur hag af festu í efnahagslífinu (atvinnurekendur í sjávarútvegi og iðnaði) sætti sig við eða jafn- vel aðstoði við niðurskurð á hinu óþarfa og skaðlega í yfirbyggingu þjóðfélagsins, og fullkomna skipulagningu atvinnulífsins. Það veltur mikið á því að þessar forsendur skapist sem fyrst. Verkalýðshreyfingin þarf sjálf, — pólitísk og fagleg, — að endurskoða frá grunni afstöðu sína og starfshætti alla, til þess að verða fær um að gegna því hlut- verki, sem hún vegna styrkleika síns, valds og þarafleiðandi ábyrgðar ekki kemst undan að rækja. En eigi núverandi ríkisstjórn að auðnast að valda þessu verkefni, — og það væri mikil gifta ef slíkt tækist í viðbót við viðfangsefnin í sjálfstæðisbaráttunni, — þá reynir og mjög á bandamann verkalýðshreyf- ingarinnar, Framsókn. Framsóknarflokkurinn þarf að sýna verk- lýðshreyfingunni það í reynd að hann sé reiðubúinn til stórfelldra skipulagsbreytinga, til þess að draga úr hinni óskaplegu yfirbygg- ingu í þjóðfélaginu: öllu verzlunar- og brask- bákninu, sem er að sliga þjóðina, — og jafn- framt tryggja aðstöðu verkalýðs með félags- legum umbótum, er auki og festi vald hans í atvinnu- og fjármálalífinu. Til þess eru vítin að varast þau: Það var afturhaldið í Framsókn, sem fékk að ráða afstöðu flokks- ins í banka- og skipulagsmálum, efnahags- málunum yfirleitt 1956—58, og olli því að Framsókn varð 12 ár utan stjórnar. Allt sem eykur og tryggir vald, afkomu- öryggi og réttindi verkalýðsins í þjóðfélaginu er honum meira virði en t.d. kaupgjaldsvísi- tala á brennivín og annað þessháttar. Alþýðan þarf því samtímis því sem hún reynir að knýja fram lausn efnahagsvandans á kostnað yfirstéttarinnar með niðurskurði á óhófsbákninu, að vera á verði gegn hvers- konar vélráðum, sem ætlað er að sundra stjórninni og koma afturhaldinu til valda, máske undir fögru yfirskyni. Höfuðatriði er að verkalýðshreyfingin standi vörð um hvor- tveggja í senn: vald sitt og framtíðaröryggi og -hag sem og um grundvöll lífs og sjálf- stæðis þjóðarinnar: fiskveiðilögsöguna nýju og friðhelgi og herleysi landsins. Þetta tvennt heyrir saman. Sigurinn er okkar Islendinga, ef við svíkj- um okkur ekki sjálfir eða látum leika á okkur. E. 0. 203

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.