Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 11
tryggð. Meðan burgeisastéttin hefur alein ráðið ríkisstjórn um alllangt skeið (6 ára „helmingaskiptastjórn", 12 ára „viðreisnar- stjórn") hefur henni að vísu um tíma „tekizt" að lækka kaupmátt tímakaups um allt að 20% og koma á atvinnuleysi, en verðbólg- una hefur hún aukið um 12—14% á ári að meðaltali og hin síðarnefnda lækkað gengi fjórum sinnum á 8 árum, svo fyrir „festu" var ekki að fara. Og verklýðshreyfingin fag- leg og pólitísk hefur alltaf að lokum fellt slíka stjórnarstefnu. Það hefur eftir 1942 verið hvað styrkleik snertir einskonar valdajafnvægi milli atvinnu- rekendastéttarinnar og verkalýðsins. Það er aðeins á færi verkalýðsins að skapa þá festu í efnahagslífi, sem íslenzkt þjóðfélag þarfn- ast, því hann hefur hag af því, en valdameiri hluti burgeisastéttarinnar, verzlunarauðvald- ið, hefur það ekki. Til þess að íslenzkur verkalýður geti tekizt þetta hlutverk á hend- ur þarf hann að eiga pólitískt sterka og sam- beldna verklýðshreyfingu og hafa sjálfur slíka reisn samfara meðvitund og trú á for- ustuhæfileika sína til að bera að hann þori að stjórna þjóðfélaginu. Og til þess að geta stjórnað því þarf hann að hafa góða og skiln- ingsríka bandamenn, sem m.a. væru reiðu- búnir til að reka slíka pólitík, að sá hluti atvinnurekendastéttarinnar, sem er fyrst og fremst í framleiðslunni og helzt hefur hag af festu í efnahagslífinu (atvinnurekendur í sjávarútvegi og iðnaði) sætti sig við eða jafn- vel aðstoði við niðurskurð á hinu óþarfa og skaðlega í yfirbyggingu þjóðfélagsins, og fullkomna skipulagningu atvinnulífsins. Það veltur mikið á því að þessar forsendur skapist sem fyrst. Verkalýðshreyfingin þarf sjálf, — pólitísk og fagleg, — að endurskoða frá grunni afstöðu sína og starfshætti alla, til þess að verða fær um að gegna því hlut- verki, sem hún vegna styrkleika síns, valds og þarafleiðandi ábyrgðar ekki kemst undan að rækja. En eigi núverandi ríkisstjórn að auðnast að valda þessu verkefni, — og það væri mikil gifta ef slíkt tækist í viðbót við viðfangsefnin í sjálfstæðisbaráttunni, — þá reynir og mjög á bandamann verkalýðshreyf- ingarinnar, Framsókn. Framsóknarflokkurinn þarf að sýna verk- lýðshreyfingunni það í reynd að hann sé reiðubúinn til stórfelldra skipulagsbreytinga, til þess að draga úr hinni óskaplegu yfirbygg- ingu í þjóðfélaginu: öllu verzlunar- og brask- bákninu, sem er að sliga þjóðina, — og jafn- framt tryggja aðstöðu verkalýðs með félags- legum umbótum, er auki og festi vald hans í atvinnu- og fjármálalífinu. Til þess eru vítin að varast þau: Það var afturhaldið í Framsókn, sem fékk að ráða afstöðu flokks- ins í banka- og skipulagsmálum, efnahags- málunum yfirleitt 1956—58, og olli því að Framsókn varð 12 ár utan stjórnar. Allt sem eykur og tryggir vald, afkomu- öryggi og réttindi verkalýðsins í þjóðfélaginu er honum meira virði en t.d. kaupgjaldsvísi- tala á brennivín og annað þessháttar. Alþýðan þarf því samtímis því sem hún reynir að knýja fram lausn efnahagsvandans á kostnað yfirstéttarinnar með niðurskurði á óhófsbákninu, að vera á verði gegn hvers- konar vélráðum, sem ætlað er að sundra stjórninni og koma afturhaldinu til valda, máske undir fögru yfirskyni. Höfuðatriði er að verkalýðshreyfingin standi vörð um hvor- tveggja í senn: vald sitt og framtíðaröryggi og -hag sem og um grundvöll lífs og sjálf- stæðis þjóðarinnar: fiskveiðilögsöguna nýju og friðhelgi og herleysi landsins. Þetta tvennt heyrir saman. Sigurinn er okkar Islendinga, ef við svíkj- um okkur ekki sjálfir eða látum leika á okkur. E. 0. 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.