Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 61

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 61
J. B. Marks stjórnar fundi námumanna á fimmta áratugnum. menn, skutu ellefu blökkumenn til bana. Það bjargaði J. B. að afrísk kona náði skamm- byssu úr höndum fasistans sem hafði þegar miðað á hann. Arið 1931 var hann sviptur réttindum til kennslu vegna stjórnmálastarfsemi sinnar. Frá þeirri stundu vann hann allt, sem hann mátti til að skipuleggja verkalýðshreyfingu og sjálfstæðisbaráttu blökkumanna í Suður- Afríku. J. B. Marks hafði kynnzt lífi námumanna, er hann kenndi börnum þeirra. Han fór því að reyna að mynda verklýðsfélag hjá þeim. Auðvitað var það bannað og slíkur vörður hafður um námumenn að erfitt var að kom- ast að þeim. I byrjun fimmta áratugs var þetta þó loks að takast og í maí 1946 komu 1100 fulltrúar fyrir meirihlutann af 300.000 námumönnum saman og kröfðust tíu skild- inga (um 10 kr.) lágmarksdagkaups og frelsi til fundahalda. Atvinnurekendur hundsuðu kröfur verkamanna. 12. ágúst fóru yfir 100.000 námumenn í verkfall. Ríkisstjórnin sigaði hernum á þá. Mörg hundruð voru drepnir — yfirvöldin hafa aldrei nefnt töluna — og námumenn reknir með valdi niður í námurnar. J. B. Marks, sem var forseti námu- mannasambandsins, og aðrir leiðtogar verka- manna voru fangelsaðir og ákærðir fyrir upp- reisn. En verkamenn létu ekki bugast, þrátt fyrir blóðuga kúgun. Mörg allsherjarverkföll voru háð næstu árin. Fjöldi verkamanna var skotinn í verkfallinu mikla 1. maí 1950 og aftur varð verkfall 26. júní það ár, til að mótmæla blóðbaðinu. En námumenn voru vaknaðir til baráttu — og enn berjast þeir 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.