Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 41

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 41
Mynd tekin á ísafirði veturinn 1910—11. Frá vinstri ti! hægri: Jónas Tómasson söngstjóri, Guðjón Bald- vinsson og Sigurður Sigurðsson kennari. varð því fyrst og fremst það að vekja aðra, sem varð lengra lifs auðið, til hugsunar og baráttu. Ritstörf hans á opinberum vettvangi snerust fyrst og fremst um það, sem þá var mest barizt um svo sem sjálfstæðismálið, bindindisstarfsemina, bann- málið. Hvað þátttöku í félagsskap hér heima snertir, hefur fyrst og fremst verið um ungmennafélögin og góðtemplarafélögin að ræða. Hin fáu verkalýðs- félðg, sem þá voru til, voru enn mjög takmörkuð við hagsmunabaráttuna einvörðungu og ef þau skiptu sér af stjórnmálum, þá aðallega af sjélf- stæðismálinu. Þau virðast hafa verið smeyk við allt sem horfði hærra og víðara — nema þá helzt H.I.P. —og ekki verið ginkeypt fyrir að láta viðurkennda sósíalista flytja erindi á fundum sínum, eins og bezt verður séð af þeim ummælum Þor- steins Erlingssonar í erindi sínu I Dagsbrún 1912, — að hann hefði oft boðizt til að flytja þar fyrir- lestra, en ekki verið þegið. Ekki verður séð að neitt samband hafi verið á milli þeirra fáu sósíal- ista, sem þá voru hér heima og Guðjóns Bald- vinssonar. Þeir Þorsteinn Erlingsson, Pétur G. Guð- mundsson, Þorvarður Þorvarðsson, Ottó N. Þor- láksson og aðrir voru allir suður í Reykjavík og allir mun eldri en hann. En þó Guðjóni entist ekki aldur til að vinna þau verk, er hann hugsaði sér, þá urðu sérstaklega þrír þeirra manna, sem hann vakti til baráttu til að marka þáttaskil í þjóðfélagsþróun Islands: Jónas frá Hriflu tók í október 1911 við ritstjórn Skinfaxa, ráðinn af ritnefnd hans, en í henni voru: Guðbrandur Magnússon, Ágúst Jósefsson og Tryggvi Þórhallsson. Og strax í fyrstu tveim tölu- blöðunum er brotið við blað um ritstjórn og efni: Greinarnar: „Stefnan" í 10 tbl. og ,,Eru fátækling- arnir réttlausir" í 11. tbl. eru skýrar félagslegar og pólitískar ádeilugreinar gegn hinum riku en með rétti hinna fátæku, þar sem undirstrikað er að „vinnan sé móðir auðsins" og að „þeir sem vinna séu þær sönnu stoðir þjóðfélagsins." Ólafur Friðriksson kemur heim til Akureyrar í nóvember 1914 og flytur 1915 til Reykjavikur. Þar stofna þeir Jónas frá Hriflu saman — ásamt fleirum — Alþýðusamband Islands, Alþýðuflokkinn, i marz 1916 og Jónas ritar lög hans. Og Þórólfur í Baldursheimi hefst um sama leyti handa með útgáfu „Réttar", fyrsta tímarits Islend- inga um þjóðfélagsmál — og er sér þess með- vitandi að hann er að vinna verk í anda Guðjóns Baldvinssonar og að fornri áeggjan hans. Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum var sáð- maður góður og það spruttu grænir meiðir upp af sáðkornum hans. Marx hafði þau orð um þá Byron og Shelley að hann harmaði eigi dauða Byrons, en saknaði því meir hins að Shelley skyldi deyja aðeins 29 ára að aldri, „þvi hann var traustur byltingarmaður og hefði ætíð verið í broddi fylk- ingar í baráttu fyrir sósíalisma." Svo er og um 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.