Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 32

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 32
Einar Olgeirsson Guðjón Baldvinsson brautryðjandinn frá Böggvisstöðum I ævisögu þeirri, er Jónas Kristjánsson reit um Jónas Jónsson frá Hriflu að honum lifandi, segir frá kynnum hans I Kaupmannahöfn veturinn 1907—8 við ungan Islending, Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Segir svo um hann: „Guðjón hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsfræðum og hneigðist eindregið að verkalýðsstefnu og sósíalisma. Hann var hrifandi maður og hafði djúp áhrif á alla þá, sem honum kynntust." Guðjón var bekkjarbróðir og vinur Sigurðar Nordal. Dregur Jónas enga dul á þau áhrif, sem þessir tveir fé- lagar höfðu á hann, hver á sinn máta og tengdist hann þeim vináttuþöndum. Mun óhætt að fullyrða að Guðjón hafi haft — máske úrslitaáhrif — á að vekja, efla og móta áhuga Jónasar frá Hriflu á þjóðfélagsmálum. Annar Islendingur dvaldi og í Höfn 1906 og varð fyrir miklum áhrifum af Guðjóni. Það var Ólafur Friðriksson og segir hann svo frá í samtalsþáttum þeim, sem Haraldur Jóhannsson hafði við hann („Klukkan var eitt"): „Minnisstæðastur er mér Guðjón Baldvinsson úr Svarfaðardal." ... „Hann var jafnaðarmaður. Þá vissi ég ekki hvað jafnaðarstefnan var“ ... „Við ræddum mikið um jafnaðarstefnuna." Báðir voru þessir verðandi brautryðjendur og löngum nánir samherjar, Jónas og Ólafur, heldur yngri en Guðjón (Guðjón er 1906 23 ára, Jónas 21 árs, Ólafur tvítugur) og báðir hrifust eins innilega af boðskap hans. Það er líklega engin tilviljun að tveir þeirra er skrifa um Ólaf Friðriksson fertugan i Alþýðublaðið 1926 byrja báðir greinar sínar með því að nefna Guðjón Baldvinsson og Hafnardvölina. Eru það Ríkarður Jónsson myndhöggvari og Jakob Smári skáld. Það mun vart vera ofmælt að fullyrða að Guðjón Baldvinsson hafi þannig orðið til að vekja til um- hugsunar um þjóðfélagsmál þá tvo menn, sem um árabil urðu helztu stjórnmálaleiðtogar I upprennandi alþýðuhreyfingu á Islandi einkum á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Báðir varðveittu þessir menn til dauðadags hlýjan hug til þessa unga manns, er vakið hafði þá til dáða. „Þið verðið að skrifa um hann Guðjón,“ sagði Jónas frá Hriflu eitt sinn við mig, líklega hérumbil tveim árum áður en hann dó — og bætti við: „Hann hefði orðið mikill bolsi, ef hann hefði lifað.“ Hver var þessi Guðjón Baldvinsson frá Böggvis- stöðum? 224
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.