Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 28
stjórninni að hún frestaði brottflutningi her- sveita sinna frá Mansjúríu; varð Stalín fús- lega við þeirri beiðni. Meðan Jæssu fór fram kappkostuðu þjóðernissinnar að fylla „tóma- rúmið" í norðanverðu Kína (umhverfis Pek- ing og Tientsin) með hersveitum sínum, sem fluttar voru þangað að sunnan með bandarískum flugvélum. I ýmsum tilvikum tók bandarískur her það að sér að hernema fyrir hönd Kuomintang hafnir og flugvelli, t.d. Tientsin og Peking. Meðan á þessu kapphlaupi stóð beitti Bandaríkjastjórn sér fyrir því, með fullu samþykki ráðstjórnarinnar, að samkomulag tækist milli keppinautanna. Vakti það fyrir báðum stórveldunum að fyrirbyggja borgara- styrjöld og stofna til samsteypustjórnar þjóð- ernissinna og kommúnista undir forsæti Tshangs. Kommúnistar lýstu sig fúsa til slíkr- ar málamiðlunar, og þótt Tshang væri henni mótfallinn í reynd var hann of skuldbundinn Bandaríkjastjórn til þess að ganga í berhögg við vilja hennar. Við þessar aðstæður var stofnað til samningaumleitana milli æðstu leiðtoga beggja aðila, Maós og Tshangs, (28. ágúst) í Chungking, stjórnaraðsetri hins síð- arnefnda. Sendimaður Bandaríkjastjórnar, Hurley, reyndi að knýja Tshang til fylgis við stefnu hennar af ótta við að óbilgirni hans mundi hrekja kínverska kommúnista „í faðm- inn á Moskvu". En Tshang reyndist óráð- þægur eins og endranær. Eftir eins og hálfs mánaðar þóf lauk samningaviðræðunum; eini árangur þeirra var sameiginleg yfirlýsing sem vottaði í orði sáttfýsi beggja aðila, en skar ckki úr hinum raunverulegu deiluefnum, þ.e. hvernig skyldi skipa samsteypustjórnina og fara með stjórn þeirra svæða sem kommún- istar höfðu lengi haft á valdi sínu (t.d. Jenan) eða unnið af Japönum. Þar með var þó ekki lokið sáttatilraunum Bandaríkjastjórnar: Fyr- ir árslok 1945 var sérlegur sendimaður henn- ar, Marshall, (sá er Marshallaðstoðin er við kennd), kominn á vettvang gagngert í þeim tilgangi að fá Tshang til að fallast á aðild kommúnista að stjórn landsins. Fyrsti — og raunar eini — árangur þeirrar viðleitni var sá að í janúar 1946 tókst samkomulag um vopnahlé milli þjóðernissinna og kommún- ista, svo og um stofnun sameiginlegrar nefnd- ar þessara aðila sem ásamt fulltrúa Banda- ríkjanna skyldi skera endanlega úr ágrein- ingsefnum er tækist ekki að leysa friðsamlega á hverjum stað. Virtist nú um hríð ekki horfa óvænlega um friðsamlega sambúð hinna stríðandi afla í Kínaveldi. Bandaríkin hófu að flytja herlið sitt heim og Sovétríkin unnu kappsamlega að því að heimta skaðabætur af fjendum sínum, Japönum, með því að flytja mikinn hluta af iðnaðarútbúnaði Man- sjúríu — sem hafði áður þjónað japönsku stríðsvélinni — yfir landamærin. Frá sjón- armiði kínverskra kommúnista var þessi ráð- stöfun til þess fallin að veikja vígstöðu þeirra í valdastreitunni við Kuomintang, ekki sízt ef hið kalda samningastríð snerist í opinskáa borgarastyrjöld. Þess var raunar ekki langt að bíða. Upp- haf borgarastyrjaldarinnar er einatt rakið til vopnaviðskipta sem brutust út í Mansjúríu (Liaoning) vorið 1946 milli sveita kommún- ista og Kuomintang. Nokkru áður hafði Tshang farið fram á það við Rússa að þeir flyttu her sinn (um 300 þús. brott frá norð- anverðri Mansjúríu. Það gerðu þeir um sama leyti og hin skipulegu vopnaviðskipti hófust í landinu sunnanverðu. Með því að liðssveitir Kuomintang voru þar bundnar, áttu liðsmenn kommúnista hægara með að fylla „tómarúm- ið" sem skapaðist í norðri við brottflutning sovézka hernámsliðsins. Sé hægt að túlka tímaákvörðun brottflutningsins sem aðstoð við kínverska kommúnista, þá var hún líka sú eina sem þeir urðu aðnjótandi af hálfu 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.