Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 22
og forsjá til að ráða við vandamál þessara þjóða, af því þeir leggja einvörðungu mat gróðasjónarmiðsins á alla mannlega hluti, öll félagsleg fyrirbrigði — og leiða því ó- gæfu yfir lönd sín, þótt hagvöxtur eflist og vélum fjölgi. Auðmannastéttir V-Evrópu eru að eitra allt umhverfi sitt. Þær eru búnar að gera þá rómantísku Rín að eitraðri forarvilpu. Þær þjappa saman alþýðu í kösum verksmiðju- borga Ruhr, Norður-Frakklands og Englands, þar sem ólíft er að verða fyrir eitruðum út- blæstri bíla og verksmiðja. Þær eru að eyði- leggja höfin, sem þær ná til, og útrýma öllu lifandi úr þeim með rányrkju og eitruðum úr- gangi. Þær eru að þurrka út bændastéttina í þessum löndum og brjóta niður alla sjálf- stæða atvinnu smáframleiðenda. Þær halda uppi og styðja fasistastjórnir í Portúgal og Suður-Afríku, til þess að ná tangarhaldi á hráefnum og orku í undirokunarsvæðum fas- ismans. Þær henda sér yfir hráefnalindir ný- frjálsu þjóðanna, til þess að þurrausa þær sjálfum sér til gróða, áður en þróunarþjóð- irnar átta sig á hvað er að gerast. Þetta ránsveldi auðmannastéttanna hefur komið sér upp efnahagslegri harðstjórn í Brússel, sem nú þegar hefur tekið í sínar greipar yfirráðin yfir atvinnulífi og viðskipta- málum frá þjóðþingum og ríkisstjórnum bandalagslandanna. Lýðræði og þjóðlegt sjálfstæði þessara landa á þessum sviðum þjóðlífsins er þarmeð afnumið og fengið í hendur einræðisherrum atvinnulífsins í Brússel. Eftir að þessi lönd hafa þannig afsalað sér hluta af sjálfstæði sínu eru aðeins til tvær leiðir til þess að hnekkja yfirráðum einokun- arauðvaldsins í Vestur-Evrópu. Onnur er að verkalýðsflokkar og verklýðs- samtök þessara landa tengist svo sterkum böndum faglega og pólitískt, að þau megni að hnekkja þessu einokunarvaldi. Nokkur viðleitni er þegar í þá átt. Kommúnistaflokk- ur og Sósíalistaflokkur Frakklands hafa myndað með sér samfylkingu gegn aftur- haldsstjórninni þar. Enski verkalýðurinn hef- ur með verkfallssigrum sínum yfir Ihalds- stjórninni sýnt mátt sameinaðs verkalýðs — og notið alþjóðlegrar samúðar. En langt er enn í land til þeirrar algeru samstöðu milli verklýðsflokkanna og -sambandanna sem þarf að komast á í öllum þessum löndum. Það er meira og erfiðara verk að sameina miljónir verkamanna faglega og pólitískt en fyrir forstjóra nokkurra hundraða stór- fyrirtækja að skipuleggja það samsæri ein- okunarauðvaldsins gegn alþýðu manna og frelsi þjóða, sem Efnahagsbandalagið er. Hin leiðin er fyrir hin einstöku lönd að brjótast út úr heild Efnahagsbandalagsins. Það er nú að vísu samningsrof, lögbrot og uppreisn, — en á þann hátt hafa þjóðir vissu- lega fyrrum endurheimt rétt sinn og frelsi til að ráða eigin málum. Myndi þá reyna á kúgunarmátt Efnahagsbandalagsins: hve sterkt það væri orðið sem ríkisvald til þess að halda einstökum þjóðum undir oki sínu gegn vilja þeirra sjálfra. — En þá þarf líka að hafa í huga áróðursmátt auðvaldsins í EB til að breyta þeim þjóðum, er í það ganga, gera þær að andlegum umskiptingum með áróðri stórblaða þeirra, er komast á hendur æ færri auðkýfinga, og einokuðum sjónvarps- stöðvum. Eða jafnvel einskonar nýir þjóð- flutningar: Hvað verður t.d. um danska þjóð, ef Þjóðverjar og aðrir útlendingar eru fluttir þangað inn og hafa náð tökum á miklu af efnahagslífi landsins. Það getur því orðið erfitt útgöngu þeim, sem einu sinni hafa verið reknir inn í réttina hjá einokunarvaldi Efna- hagsbandalagsins. Fyrr eða síðar verður að vísu yfirdrottnun auðmanna í löndum þessum steypt og lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.