Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 64

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 64
NEISTAR i Genghis Khan og Nixon William Douglas, dómari í hæstarétti Bandaríkjanna hefur endurtekið þá ákæru sína að Víet- nam-stríðið sé brot á stjórnarskrá Bandarikjanna. i henni stendur ó- tvirætt að aðeins Bandaríkjaþing geti lýsti yfir stríði. Hann lýkur utiisögninni með þessum orðum: „Ég er hræddur um að vegna Vietnam-stríðsins muni margar þróunarþjóðirnar líta svo á að við Bandaríkjamenn sé- um hinn nýi Genghis Khan — eyðileggjandinn mikli." Gengis Khan komst ekki í hálf- kvisti við Nixon, enda tæknin ó- fullkomnari þá. Met Bandaríkjanna „Bandaríkin eru neyzluþjóðfélag- ið framar öllum öðrum. Þau hafa fjórum sinnum fleiri útvarpstæki en Bretland, hundrað sinnum fleiri útvarpstæki en Mexico, tvisvar sinnum fleiri bíla á mann en nokk- urt annað ríki. — Þau eyða því sem samsvarar öllum þjóðartekjum Kína I eyðileggingarvopn, — þau hafa færri lækna á sjúkling en Búlgaría, Argentína eða Sovétrík- in, — þau hafa fleiri atvinnuleys- ingja hlutfallslega en nokkuð ann- að auðugt land, að Kanada und- anskildu, — og þau hafa hærri hlutfallstölu í morðum en nokkur önnur þjóð á jarðriki." Robin Jenkins í ritinu „Exploitation" 1971. Einangrun Bandaríkjanna „I dag er ekki lengur hætta á að Bandaríkjamenn verði ef til vill aftur einangrunarsinnar, í dag er það staðreynd að Bandaríkin eru einangruð." Menn líta á Bandarík- in „með tortryggni og ótta." Or- sökin er Vietnamstríðið og „þær aðferðir, sem við höfum beitt og orðið hafa til þess að gera al- menningsálitið i flestum löndum andvígt okkur." Hamilton Fish Armstrong, ritstjóri ameríska tímaritsins „Foreign Affairs" í 50 ára afmælisriti þess. Geislavirkni ógnar „Geislavirkur úrgangur mun á komandi áratugum streyma út yfir heiminn frá orkuverum og til- raunastöðvum. Mannkynið mun standa frammi fyrir hættu af geislavirkni umhverfisins, sem okkur hefur ekki órað fyrir. Nú þegar er þúsundum smálesta af geislavirku efni komið fyrir í hell- um og á hafsbotni og því fylgir sú óhugnanlega áhætta að þar með sé framinn verknaður, sem er ekki aðeins óafturkallanlegur, heldur og skaðlegur fyrir allt líf á hnettinum." „1970 kom 3% af orku Vestur- Evrópu frá kjarnorkuverum, en um aldamótin munu það verða um 50%." „Reynt hefur verið að setja úr- ganginn frá kjarnorkuverunum i þar til útbúna hella á miklu dýpi og hefur það verið álitið öruggt. — En menn geta ekki komizt hjá því að minnast þess að sama var gert með eitrað efni í Kletta- fjöllum Bandaríkjanna. En eftir nokkur ár var umhverfið orðið stórmengað af grunnvatninu. Jarð- lög, sem lýst höfðu verið óhreyf- anleg jarðfræðilega séð, höfðu skekkst og eitrið komizt út.“ Bení Nörgaard í „Berlingske Tidende". (224. árg. 73. tbl.). Fiskveiðiiögsagan 50 míiur „Deila okkar við Breta verður sennilega nokkuð svipuð og 1958 nema óvíst er nú, að brezka ríkis- stjórnin þori að senda herskip sín hingað. Við höfum betri aðstöðu til að verja 50 mílna landhelgina nú en 12 milurnar 1958. Nú munum við fylgjast nákvæmlega með öllu því, sem gerist á miðunum, úr lofti, og mynda alla lögbrjóta, þannig að við höfum fulla vitneskju um þá alla. Við getum örugglega kom- ið I veg fyrir allar raunverulegar fiskveiðar Breta i landhelginni. Skip þeirra komast eflaust inn fyrir mörkin og geta reynt ein- hverjar veiðar. En þau verða á flótta og upptekin við að hjálpa hvert öðru og lítið verður því úr veiðunum. Við munum ekki leggja höfuðáherzlu á valdbeitingu eða bein átök. Við munum hins vegar trufla veiðar þeirra og sýna þeim með þolinmæðinni, að leikur þeirra er vonlaus. Ég efast því ekki um fullan sig- ur okkar í þessari deilu. Það sem skipti máli er, að þjóðin standi öll saman sem einn maður og láti aldrei á sér bilbug finna. Vísa verður jafnóðum frá óað- gengilegum tillögum, og varast verður að gefa erlendum aðilum nokkurn minnsta rétt til að úr- skurða um þetta lífshagsmunamál okkar." Lúðvík Jósepsson 1. sept. 1972. 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.