Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 23
lega verða báðar þessar leiðir farnar á nasstu áratugum. En meðan þetta voðavald helzt enn í höndum fárra, verða Norðurlönd að leggja niður fyrir sér hvað þau gera. SAMSTARF OG SAMHJÁLP NORÐURLANDA Fjögur Norðurlönd eru nú eftir utan Efna- hagsbandalagsins. Þau munu sammála um að nú verði þau að standa saman, efla í hví- vetna þá samstöðu sína, sem hefur sífellt verið að þróast, síðan Norðurlandaráð var stofnað fyrir tveim áratugum. En vissulega ættu þessi fjögur Norðurlönd að verða fleiri, ef rétt er að farið innan þeirra. Skoðun mín er sú að það verði ekki fyrst og fremst samfélag svipað og Nordec var hugsað, sem nú skuli stofna til, þótt margt í því skipulagi sé ef til vill æskilegt. Sam- félag Norðurlanda þarf að verða annars eðlis en tollabandalag með „frjálsum" fjármagns- flutningi. Það sem Norðurlöndin fjögur þurfa fyrst og fremst að gera er að styðja hvert annað gagnvart öllum þeim stórveldum á efnahags- sviðinu, sem þau nú þurfa að ná hagkvæmum samningum við. Brýnasta verkefnið er að mínu áliti að koma upp sterku, vel skipuðu áætlunarráði Norðurlanda um fjárfestingu og utanrikis- verzlun, sem sé ráðgefandi gagnvart ríkis- stjórnum og þingum landanna. Norðurlöndin eru mikill markaður — og tali þau sameiginlega við efnahagsstórveldin um viðskiptasamninga og geti sjálf ráðið inn- flutningi til sín, þá er lóð þeirra þungt í vogarskálinni hvað viðskiptasamninga snertir. Þau œttu þá að geta hindrað að t.d. einok- unarvald vestur-evrópsku hringanna gæti hnésett þau hvert út af fyrir sig, eins og löngun virðist vera til í hringaaðsetrinu í Briissel t. d. gagnvart Noregi og Islandi. Sjálfstæð, samstarfandi Norðurlönd gætu horft um heim allan, þegar um viðskipti er að ræða. Þau hafa eigi aðeins nokkurt vald á sviði efnahags og viðskipta, þekkingu og fjármagn — heldur og orðstír góðan, sem er mikils virði einktim gagnvart þjóðum þriðja heimsins, en þær eru hvektar á nýlenduveld- unum fornu. Norðurlönd geta samið jafnt við Efnahagsbandalagið sem Bandaríkin, við Sovétríkin sem Kína og myndu álíta þriðja heiminn sem alveg sérstakt verkefni, þar sem óbein gagnkvæm aðstoð þeirra, sem ekki til- heyra stórveldum heims, væri aðkallandi. Það væri mikið og verðugt verkefni slíks áætlunarráðs Norðurlanda að semja skjótt og vel slíka áætlun um allsherjar viðskipti Norðurlanda við umheiminn — og samtímis langtíma áætlun um þá atvinnuþróun, sem tryggði Norðurlönd gegn atvinnuleysi og kreppu, sem lönd Efnahagsbandalagsins og Bandaríkin ýmist nú þegar eða bráðlega finna fyrir. En vissulega þarf til þess að framkvæma slíka stefnu að koma í veg fyrir að þau auð- valdsöfl ráði ferðinni, er einblína á hið mikla „steypumót hnappasmiðsins" og þrá það mest að komast þangað með þjóð sína. Norð- menn sýndu það vasklega í þjóðaratkvæða- greiðslunni að þeir létu ekki þetta auðvald ráða, þótt öll „málsmetandi öfl" mæltu með því. Verklýðsflokkar og verklýðssambönd Norðurlandanna fjögra þurfa að taka hönd- um saman við fulltrúa annarra flokka og millistétta, sem halda vilja sjálfstæði sínu gagnvart einokunarvaldi auðsins, og tryggja slíkar stjórnir á Norðurlöndunum öllum fjórum, er færar verða um að framkvæma slíka stórhuga og víðfeðma samstarfspólitík á sviði atvinnu- og viðskiptamála. Jafnhliða því að tryggja sjálfstæði og ör- 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.