Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 29

Réttur - 01.10.1972, Síða 29
Sovétríkjanna, þangað til sigur vannst 1949.1’ Oðru máli gegndi um aðstoð Bandaríkj- anna við Kuomintang. Þrálátar tilraunir Bandaríkjastjórnar og sendimanns hennar, Marshalls, til að sætta hin andstæðu öfl bylt- ingar og afturhalds í Kína á borgaralega stjórnmálavísu, kunnu að virðast góðra gjalda verðar út á við, en hvort tveggja var jafn augljóst: tilraunin var gerð til þess að bjarga innlendu afturhaldi og varðveita þar með ítök heimsvaldastefnunnar í fjölmennasta ríki heims. Og þótt hinn sjálfskipaði sátta- aðili gætti nokkurn veginn hlutleysis í samn- ingaviðræðunum, sem Marshall stýrði árang- urslaust til ársloka 1946, varð hið sama ekki sagt um bandarísku herstjórnina. Það var hægur leikur fyrir kommúnista að sýna fram á að hún hafði tekið að sér að hervæða og skipuleggja liðsveitir Kuomintang. Mao Tse- tung lýsti því yfir við bandarísku blaðakon- una Anna-Louise Strong 1946 að lausn Kína- málsins „væri komin undir afstöðu Banda- ríkjastjórnar". Afstaða hennar sýndi sig m. a. í því að þá hafði hún hervætt 45 herdeildir Kuomintang, skipað á land í Norður-Kína Álitamál er hvernig beri að skýra afstöðu Stalíns til Kínamálsins. Áður er vikið að vantrú hans á sigurmöguleikum kommúnista með tilliti til þess hversu lítil efni þeir höfðu til og litla reynslu í að heyja hefðbundið stríð. Ætla má að þessi vantrú hafi einnig verið tengd takmörkuðum skilningi á séreðli hins kínverska bændakommúnisma, sem var raunar villukenning skv. stalínískum rétttrúnaði. Ennfremur má spyrja hvort afstaða hans hafi ekki að einhverju leyti ráðizt af hugboði um að sigur maóismans í Kína tefldi í tvísýnu hans eigin páfa- dómi innan hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar. Til er vitnisburður um það að árið 1948, þegar kín- verska byltingin var komin á hraða sigurgöngu, hafi Stalín hvatt kinverska kommúnista til að frið- mælast við Tshang og fallast á innlimun skæru- liðasveitanna i her hins siðarnefnda. um 100 þús. bandarískum sjóliSum og flutt loftleiðis til Mansjúríu 500 þús. hermenn þjóðernissinna er skyldu stemma stigu fyrir liðssveitum Lin Piao (sbr. bls. 220). I forspili borgarastyrjaldarinnar (1945—46) virtist þess grófa hernaðaríhlutun Bandaríkjanna til styrktar Kuomintang vera ótvíræð sönnun fyrir þeim málflutningi kommúnista að Tshang væri handbendi erlendra heimsvalda- sinna. Ihlutun þeirra varð til að fullkomna þá hugarfarslegu þróun sem átt hafði sér stað í áratuga langri barátm Kínverja gegn kúgunarvaldi Japana, þ.e. að kommúnistar Maos væru hinir sönnu stríðsmenn kínversks sjálfstæðis, staðfastir málsvarar kínverskrar þjóðernisstefnu. Ef til vill var þessi samruni kínverskrar þjóðernisvitundar við þjóðfélags- lega byltingarstefnu Maós ein helzta ástæðan fyrir hinum snöggu og óvæntu úrslitum borg- arasty r j aldarinnar.1} Hvernig brást Bandaríkjastjórn svo við sigri bændaherja Maós og stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins. Fyrst með ólund, en síð- an — eftir að Kóreustyrjöldin hófst — með fullum fjandskap og hatrammri innilokun- arstefnu. Talsmenn hennar hafa síðar reynt Þótt lögð sé, í þessu sambandi áherzla á þátt þjóðernisvitundarinnar i sigri kommúnista, ber að hafa það hugfast að hann átti sér fyrst og fremst þjóðfélagslegar rætur. Sigur þeirra var að sönnu unninn í borgarastyrjöld gegn Kuomintang, en þessi vopnuðu átök voru aðeins ytra borðið á annarri mögnuðustu þjóðfélagsbyltingu nútimans sem kín- verski kommúnistaflokkurinn stjórnaði. Þeir sem báru kommúnistaflokkinn og hinn „rauða her‘‘ hans til sigurs voru miljónir og aftur miljónir blásnauðra og þrælkaðra bænda sem vöknuðu til vitundar um hið „mögulega", hið „nýja" — að kjör þeirra lytu ekki náttúrulögmálum, heldur mannlegum mætti. Þessi vitund kveikti stéttastriðið sem fór hamförum í tugum þúsunda sveitaþorpa á árunum 1947—1949. Landvinningar hers og sigurvinningar byltingar voru aðskiljanlegir þættir sama ferlis. 221

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.