Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 37
Þórólfur, sem var ritstjóri „Réttar" 1916—25,* segir i endurminningum um skólann („Norðlenzki skólinn"): „Að því er lífsskoðanir mínar snertir, minnist ég sérstaklega áhrifa utan kennslustunda af persónu- legum viðræðum við einn kennara, sem dvaldi að- eins nokkra mánuði við skólann veturinn 1908 —9 .... Þessi kennari er Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum í Svarfaðardal. Hann var þá nýkom- inn frá háskólanum i Kaupmannahöfn, þrunginn af fjöri og nýjungum. Gerðist hann þegar mjög náinn félagi nokkurra áhrifamestu nemenda skólans og ræddi mest um trúfræði, sálarfræði og skáldskap. Var hann mjög „krítiskur" gagnvart hinum viður- kendu kenningum og stefnum á þeim sviðum og orð hans og skoðanir snertu okkur eins og glóandi neistar." Jón Gauti Pétursson segir um hann: „Var Guðjón ágætur maður og fágætur, leitandi andi, sem vissulega mun hafa leitt eigi allfáa af þeim, sem honum kynntust, til að hugsa í fyrsta sinn í alvöru og einlægni um æðstu rök tilverunnar og tilgang og til að horfast í augu við sjálfan sig eða breytni sína." Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari, segir um hann: „Var hann víða hinn róttækasti og fylgdi hann jafnaðarmönnum fast." Finnur Jónsson, síðar einn af foringjum Alþýðu- flokksins, minnist hans og Karls Finnbogasonar mjög hlýlega og telur sig einkum hafa orðið fyrir áhrifum af þeim tveim. „Naut ég þó kennslu þeirra að visu skamma stund, Guðjóns hluta úr vetri, en báðir voru þeir svo lifandi menn, að þeir gátu vakið áhuga jafnvel lötustu nemenda með fjöri sínu og áhuga. Beggja minnist ég síðan með hlýjum hug °g ekkert síður Guðjóns, sem ég þó kynntist lítt nema í kennslustundum og af blaðaskrifum hans". Við þessa umsögn Finns bætir Sigurður Guð- mundsson, siðar skólameistari þessu: „Ekki er óliklegt að róttækri félagshyggju og jafnaðarstefn- unni hefði vaxið drjúgum fylgi á Islandi, ef Guðjón hefði lengi setið á friðarstóli í Gagnfræðaskólanum á Akureyri við uppeldis- og kennslustörf." — Finn- ur varð afgreiðslumaður Réttar, þegar hann fyrst hóf göngu sína á Akureyri 1916. Það var því von að þessum ungu baráttufélögum Sjá nánar um Þórólf í „Rétti" 1966 bls. 227 og áfram, brygði, er sáu þetta blossandi líf og áhuga í Guð- jóni, en heyrðu lát hans tveim árum síðar. Ingibjörg Benediktsdóttir tjáði þá hug þeirra og harm i Ijóði, er birtist í Norðurlandi 19. sept. 1911. Þar eru m.a. þessar línur: „Getur andlegt bál, sem breiddi birtu allt um kring, sloknað, horfið allt í einu? Er það missýning?" En hún tekur undir i anda hans og strengir þess heit að haldið skuli áfram stefnu hans: „Fallni vin! — þitt fagra lifsstarf fyrnist ei né deyr". Það er engum efa bundið að áhrif Guðjóns þessa fáu mánuði á ýmsa þeirra, er kynntust honum þá, entust þeim til æviloka, svo sem hrifni þeirra ber vott um. En hvað finnst Guðjóni sjálfum um þetta. Hann lætur ekki mikið yfir sér. I bréfi til föður síns frá Akureyri 9. marz 1909 segir hann: „Heldur er það lítið sem ég kenni hérna við skólann og ekki held ég að mér takist nú sérlega vel kennslan — en þó hygg ég að nemendum muni yfirleitt heldur vel við mig heldur en hitt. Svipuð er heilsan og lítið má ég á mig leggja — og litið vex ég í fróðleik og þekkingu — en samt sem áður lifi ég i þeirri trú, að mér sé að fara fram: Sam- búðin við nemendur hefur góð áhrif á mig og utan skólans umgengst ég einnig ýmsa góða menn." Hann lætur lítið yfir sér að vanda. En Guðjón lét ekki þar við sitja að kenna þrosk- uðum nemendum á Akureyri, er að þvi bjuggu ævi- langt. Þegar hann um vorið fer aftur út í Svarfaðardal, tekur hann til við að reyna að koma upp einskonar unglingaskóla þar. Guðjón hafði kynnzt fátækt og umkomuleysi margs alþýðufólksins, umgengizt það mikið og reynt að bæta úr eymd þess eftir getu. Voru mér sagðar hugljúfar sögur af umhyggju hans, m.a. fyrir bláfátækum hjónum, er bjuggu þar i torf- hýsi. Hafði konan verið að sækja svörð i svarðar- byrgið, þakið fallið ofan á hana og dó hún af þvi síðar. Guðjón sat löngum hjá þessum hjónum og safnaði einnig handa þeim ýmsu til hjálpar og fróuna.r. Guðjón reyndi nú með unglingaskólanum að 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.