Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 24

Réttur - 01.10.1972, Side 24
ugga afkomu þjóða sinna með slíku samstarfi á atvinnu- og viðskipta-sviðum, myndu svo Norðurlöndin enn efla þann þátt þjóðlífs, þar sem þau þegar standa þjóða fremst í: hverskonar alþýðutryggingar. Og jafnframt kappkosta með umhverfisvernd og hverskon- ar róttækum félagslegum ráðstöfunum að forða þjóðum sínum frá þeirri eitrun um- hverfisins, sem nú er að verða — og víða orðin — bölvaldur og beinlínis lífshætta í höfuðstöðvum stóriðjuvaldsins. En hver verður að verða pólitík Norður- landanna fjögurra gagnvart þeim þjóðum Norðurlanda, sem einokunarvald Vestur- Evrópu teygir nú hramm sinn yfir: Danmörk, Færeyjar og Grænland? DANMORK Það hlýtur að vera skylda hinna Norð- urlandanna að styðja eftir mætti þau öfl í Danmörku, sem á einn eða annan hátt reyna að viðhalda sjálfstæði Dana, fyrst og fremst auðvitað á menningar- og félagsmála-sviðinu, en einnig þegar þau reyna að rísa upp gegn oki því, sem einokunarhringarnir beygja Dani undir, þótt svo vel verði gefið á básana. Enn er Efnahagsbandalagið sem eitl ríki ekki í svo föstum skorðum, að ekki sé hugs- anlegt að brjótast út úr því án hernaðarátaka eins og við uppreisnargjarnan landshluta væri að ræða. Og með meir en þriðjung Dana nú þegar andvígan Efnahagsbandalaginu, væri vissulega möguleiki á breyttri afstöðu þjóðarinnar, ekki sízt ef Norðurlöndin f jögur gætu vísað Dönum á örugga markaði fyrir þær afurðir, sem nú urðu þess valdandi að meirihluti þjóðarinnar beygði sig af ótta við að missa markaði fyrir þær. FÆREYJAR Færeyjar hafa þegar sína sjálfstjórn og ætla sér ekki að innlimast í Efnahagsbanda- lagið. Barátta hinnar duglegu og harðgeru færeysku þjóðar fyrir lífi sínu og sjálfsfor- ræði er eðlilega örðug svo sem flestum smá- þjóðum á öld hinna voldugu samsteypa. Norðurlönd verða því að líta á það sem sér- staka skyldu sína að styðja þennan minnsta norræna bróður í lífsbjargarviðleitni hans. Við Islendingar þurfum ekki hvað sízt að sýna þá skyldurækni, svo sem þegar er hafið. GRÆNLAND Hinsvegar verða vafalaust nokkur, ef til vill margbrotin og flókin átök um hvort Grænland verður áfram með þeim norrænu þjóðum, sem utan Efnahagsbandalagsins standa, eða lendir annaðhvort í gini EB- auð- valdsins eða þess bandaríska. Það er engum efa bundið að auðhringar Vestur-Evrópu líta þegar gráðugu girndar- auga til Grænlands og þeirra auðæfa, sem þar finnast í landi og sjó. Það er skylda Norðurlanda að hindra að það auðhringavald klófesti Grænland. Sá aðili, sem á að ráða Grænlandi er auð- vitað það fólk, er landið byggir. Og það er það fólk, sem á að fá að njóta auðæfa þess, eins og það hefur goldið fátæktar þess og erfiðleika, meðan töfravald tækni og vísinda hafði enn ekki opnað gullkistur landsins. Danmörku á ekki að haldast uppi að ofur- selja Grænland Efnahagsbandalaginu. Fulltrúi Grænlendinga á þingi Dana, Moses Olsen, hefur þegar gert kröfur til sjálfstjórnar fyrir Grænland. Vitað er að meirihluti Grænlendinga er andvígur innlim- un landsins í Efnahagsbandalagið. Og Norð- urlöndum ber að standa við hlið Grænlend- inga í þessum efnum og hjálpa þeim til þess að knýja fram nógu víðtæka sjálfstjórn til þess að landið haldist utan EB. 216

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.