Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 9
Natomanna notfærðu Bretar sér til þess að fá þá til að gera landráðasamninginn 19ol. Þá mátu harðvítugustu Natojiokkarnir AtlanzhafsbandalagiÖ meir en Island. Og vissir leiðtogar þessara flokka reyndu að telja þjóðinni trú um að hún hefði unnið „mikinn sigur" (Mgbl.), þegar hún var að binda hend- ur sínar og afsala sér framtíðarsigri, — nema hún lýsti svikasamninginn ógildan. Þeir, sem að þessum samningi afsals og uppgjafar stóðu, hlum smán og fordæmingu fyrir, — og trúlega hafa þeir þeirra, sem eitthvað íslenzkt var til í, iðrazt þess verks síðar. En nú þekkja Bretar hvernig þetta leyni- vopn bítur. Og það er sami brezki ráðherr- ann, sem hélt á því þá og nú. Það þarf að gera leynivopnið bitlaust, — með því að upprceta þá afstöðu að nokkur íslenzkur forustumaður setji Nato hœrra en Island. Tvenns má minnast í því sambandi. Annað að afstaða Péturs Ottesens 1958. Hann fékk samþykkta yfirlýsingu þá, sem fyrr var getið (bls. 52 í þessum árgangi) um að taka til nýrrar athugunar afstöðu vora til Atlanzhafsbandalagsins, ef bandaríski her- inn skærist ekki í leikinn gegn Bretum til að verja rétt vorn. Hitt er afstaða Ira til Atlanzhafsbandalags- ins. Irland neitaði að ganga í það, sökum þess að Bretar haldi hluta af Irlandi undir sínu hervaldi. Enginn mun frýja hvorki Irum né Pétri nógu íhaldssamrar afstöðu í þjóðmálum. En þjóðerniskennd þeirra var þó skilorðslausri fylgispekt við Nato yfirsterkari. Einmitt ef brezk ríkisstjórn fceri að óttast það að aðilar á Islandi, sem nú fylgja Nato, fceru að hóta því að ef helztu forusturíki Nato í Evrópu neituðu Islandi um réttinn til að lifa, þá myndu þeir snúast gegn því að vera í hernaðarbandalagi við slík ríki áfram, — þá fceru að renna á hana tvcer grímur: hvort hún cetti að meta meir, hagsmuni Uni- lever eða herstjórnarsjónarmið heimsvalda- stefnunnar. — Og það er enginn vafi á hvort ofan á yrði, þegar brezk ríkisstjórn fceri að heyra þá ákceru annarra Nato-ríkisstjóma að hún væri með þjösnaskapnum að reka Island út úr Nato. Með þessu er hægt að snúa leynivopni Bretanna á móti þeim sjálfum. Fyrir okkur sósíalista er hér auðvitað ekki um neitt vandamál að ræða. Við vitum að Island er látið vera í Nato með herstöð hér, þótt það þýði að komi til heimsstyrjaldar, þá er íslenzkri þjóð fórnað á fyrstu augnablik- um stríðsins fyrir Nato. En þeir , sem trúa á Nato sem verjendur lýðræðis og smáþjóða, ættu, ef þeir finna fyrst og fremst til sem Islendingar, að fyllast slíkri reiði út í þau Natoríki, sem neita smá- þjóð um lífsskilyrði hennar, að þeir neiti að vera með þeim í félagsskáp. Viðkomandi Nato-ríki myndu fljótt skilja þetta og láta undan. Þeim er fyllilega ljóst að Island er einvörðungu í Nato fyrir þá, þó látlaus áróð- ur villi ýmsum Islendingum svo sýn að þeir haldi annað. Eitt er að vera í skammsýni sinni reiðu- búinn til að fórna íslenzkri þjóð fyrir Nato í heimsstríði, sem þeir vonast til að ekki komi, — annað að fórna frekar lífsskilyrðum þjóðarinnar, 30 mílna landhelginni, heldur en þátttökunni í Nato, — í friði, sem menn ekki komast hjá að lifa í. En það mun líða nokkur tími unz við- komandi menn gera sér þetta Ijóst. Því mun landhelgisdeilan dragast á langinn. Fyrir oss er engin ástæða til að láta undan. Við vinn- um æ fleiri bandamenn til fylgis við okkar málstað. Og þótt brezka yfirstéttin sé enn voldug og auðug, þótt hún styðji þrælahald 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.