Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 7

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 7
LANDHELGI OG LEYNIVOPN Við íslendingar eigum í baráttu upp á líf og dauða um framtíðargrundvöll atvinnulífs vors, um íslenzku fiskimiðin. Við eigum í baráttu við brezku auðmannastéttina, eða nánar tiltekið við Unileverhringinn, sem ræð- ur meginhluta þýzka og enska togaraflotans, og önnur ensk og þýzk auðfélög, sem rænt hafa auðsuppsprettur vorar og vilja nú fá að rýja þær alveg. — Það er stundum talað um að við eigum í höggi við togarasjómenn- ina. Það er hræsnin einber. Enskt auðvald skeytir ekki meir um þá en hin 900 þúsundin af brezkum verkamönnum, sem atvinnulausir eru. Það er gróði Unilever, sem ríkisstjóm Bretlands er að hugsa um. Hvorki Unilever né brezka auðmannastétt- in væri á flæðiskeri stödd, þó enskt togara- auðvald yrði að hætta aldagömlum ránskap sínum hér, Eignir Unilever-auðhringsins voru 1966 3105 milj. dollara (upp undir 300 miljarð- ar ísl. kr.) og hafa vafalaust vaxið drjúgum síðan. (Þjóðarauður Islendinga er metinn á ca. 128 miljarða ísl. króna). Gróði Unilever- bringsins var 1966, eftir að skattar höfðu verið dregnir frá, 178 miljónir dollara (eða um 16 miljarðar ísl. kr.) og hafði þá farið hraðvaxandi og hefur svo gengið síðan. Þessi auðhringur, eins og önnur auðfélög Bretlands, hafa safnað sínum ofsaauði með því að arðræna aðrar þjóðir og brezka verka- lýðinn. Brezka auðmannastéttin drottnaði í upphafi þessarar aldar yfir fjórðungi verald- ar. Og þótt fyrri nýlendur hennar hafi nú flestar öðlazt stjórnarfarslegt sjálfstæði, þá hefur hún haft lag á að arðræna þjóðirnar þar áfram í skjóli eignahalds og yfirráða yfir auðlindum þeirra. Hún hefur haldið mestu 19?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.