Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 7

Réttur - 01.10.1972, Síða 7
LANDHELGI OG LEYNIVOPN Við íslendingar eigum í baráttu upp á líf og dauða um framtíðargrundvöll atvinnulífs vors, um íslenzku fiskimiðin. Við eigum í baráttu við brezku auðmannastéttina, eða nánar tiltekið við Unileverhringinn, sem ræð- ur meginhluta þýzka og enska togaraflotans, og önnur ensk og þýzk auðfélög, sem rænt hafa auðsuppsprettur vorar og vilja nú fá að rýja þær alveg. — Það er stundum talað um að við eigum í höggi við togarasjómenn- ina. Það er hræsnin einber. Enskt auðvald skeytir ekki meir um þá en hin 900 þúsundin af brezkum verkamönnum, sem atvinnulausir eru. Það er gróði Unilever, sem ríkisstjóm Bretlands er að hugsa um. Hvorki Unilever né brezka auðmannastétt- in væri á flæðiskeri stödd, þó enskt togara- auðvald yrði að hætta aldagömlum ránskap sínum hér, Eignir Unilever-auðhringsins voru 1966 3105 milj. dollara (upp undir 300 miljarð- ar ísl. kr.) og hafa vafalaust vaxið drjúgum síðan. (Þjóðarauður Islendinga er metinn á ca. 128 miljarða ísl. króna). Gróði Unilever- bringsins var 1966, eftir að skattar höfðu verið dregnir frá, 178 miljónir dollara (eða um 16 miljarðar ísl. kr.) og hafði þá farið hraðvaxandi og hefur svo gengið síðan. Þessi auðhringur, eins og önnur auðfélög Bretlands, hafa safnað sínum ofsaauði með því að arðræna aðrar þjóðir og brezka verka- lýðinn. Brezka auðmannastéttin drottnaði í upphafi þessarar aldar yfir fjórðungi verald- ar. Og þótt fyrri nýlendur hennar hafi nú flestar öðlazt stjórnarfarslegt sjálfstæði, þá hefur hún haft lag á að arðræna þjóðirnar þar áfram í skjóli eignahalds og yfirráða yfir auðlindum þeirra. Hún hefur haldið mestu 19?

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.