Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 10

Réttur - 01.10.1972, Síða 10
hvítu fasistanna í Suður-Afríku og hagnist á því með þeim, þótt hún geri út portúgölsku fasistastjórnina með lýðræðishjal á vörum og sé tengd henni gróðaböndum, þótt henni takist enn að kúga írskan verkalýð í Ulster og sundra honum með aðstoð afturhalds þar, — þá ólgar jafnt í Ulster sem Angola og Mosambique og þrælahald á meirihluta þjóð- ar í Suður-Afríku mun heldur ekki haldast lengi enn. Brezki imperíalisminn með sitt réttindarán og smáþjóðakúgun, er dauða- dæmdur sem aðrar heimsvaldastefnur. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð." En brezk auðmannastjórn mun ekki sjá svo að sér strax að hún láti undan, því hún eygir aðra von til undankomu frá ósigrinum og mun ekki gefast upp fyrr en sú von er brostin. VÉLRÁÐ Ef viðreisnarflokkarnir hefðu haldið velli í síðustu kosningum, hefðu þeir ekkert gert í landhelgismálunum, af þeirri eðlilegu á- stæðu að þeir hefðu skoðað sig bundna af landráðasamningi sínum frá 1961. — Auð- vitað hefðu þeir ekkert gert í hernámsmál- inu. Þeir vilja hafa herinn. — En útlent auðmagn hefðu þeir fengið inn í landið í stórum stíl — og látið landsmenn borga. En í efnahagsmálunum hefðu þeir verið athafnasamir. Búið væri að fella gengið einu sinni eða tvisvar. (Eftir kosningar 1967 hækkuðu þeir dollarann úr 46 kr. í 88 kr. á einu ári með tveim gengislækkunum). Skipulagt hefði verið atvinnuleysi og þaraf- leiðandi landflótti. Og auðvitað hefðu þeir reynt að hindra kauphækkanir að vanda með allskonar aðferðum, allt frá því að kippa vísitölu úr sambandi og til hins að banna kauphækkanir með lögum. Sem að líkum lætur langar þessa flokka í ríkisstjórn á ný. Og auðvitað þætti brezku auðvaldi þægilegt að fá þá til samninga í landhelgismálinu í stað hinnar „óbilgjörnu" alþýðustjórnar. Og ekki þætti bandaríska her- valdinu lakara að fá slíka stjórn, — það þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af herstöð- inni. — Og slíkir herrar sem þessir eru ekki vanir að sitja aðgerðalausir hjá, þegar þá langar í eitthvað. En hvað þeir gera og hvernig, er myrkrunum hulið, unz það væri fullkomnað — ef það tækist. Viðreisnarflokkarnir fara ekkert cLult með að þeir vonast eftir að geta sprengt stjórnina á efnahagsmálunum og slegið þarmeð þrjár flugur í einu höggi: þóknazt Bretum í land- helgismálinu, þóknazt Bandaríkjunum í her- námsmálinu og látið íslenzku verðbólgu- braskarana ná sér niðri á þeim verkalýð, er var svo ósvífinn að hcekka kaup sitt 1971. Hér er hætta á ferðum, vélráð brugguð. Við þeim þarf að sjá og læra af fyrri mis- tökum. Viðhald og efling þessarar alþýðustjórnar er ekki aðeins stórfellt hagsmunamál íslenzks verkalýðs, til þess að tryggja afkomu sína og firra sig atvinnuleysi, landflótta og kaup- kúgun — heldur og stórfelldasta sjálfstœðis- mál þjóðarinnar . Það er aðeins þessi stjórn, sem getur tryggt framkvcemd hinna þriggja stórmála sjálfstceðisbaráttunnar: fiskveiðilög- sögu 50 mílna, — brottflutning hersins — og hindrun þess að erlent auðvald leggi undir sig atvinnulíf landsins. Vissulega væri varanleg lausn „efnahags- vandamálsins" æskileg. I því máli hefur nú verið beitt bráðabirgðalausnum síðustu 30 árin. Og það er viðbúið að svo verði, meðan ekki er til nægilega sterkt vald, sem knúið gæti fram þær aðgerðir, er skapa festu í efnahagslífinu a. m. k. um alllangt skeið, — t.d. þá fesm að verðbólga aukist ekki meir en um 3—4% á ári eða a. m. k. ekki meir en nemur vöxtum og þó sé full atvinna 202

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.