Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 38
mennta unga fólkið nokkuð. Hann segir í bréfi, sem Sigurður Nordal vitnar í, eftirfarandi: ,,Ég hef nokkurskonar sunnudagaskóla, nokkrum krökkum til gagns og gleði hér í sumar. Þau eru skammt á veg komin aumingjarnir, eins og ég, og eiga langa leið fyrir höndum upp á hæðir hinnar æðri menntunar. Sumir vilja geysast og þeysa á undan og kæra sig kollótta um þá, sem dragast aftur úr, en mér þykir hitt fallegra, að við látum eitt yfir okkur öll ganga og hjálpum hvort öðru." (Böggvisstöðum 17. júlí 1909). Guðjón mun einnig hafa stofnað málfundafélag, en ekki hefur mér enn tekizt að fá vitneskju um starfsemi þess. Hann ritaði allmikið í blöðin á þessum tíma. Sérstaklega voru það greinar um áfengisbölið og ráð gegn því, en þekkingarleysið og drykkjuskapurinn voru þá miklir bölvaldar vinn- andi stétta, sem ráða varð við að nokkru til þess að geta vakið þær til meðvitundar um mátt sinn og hlutverk í þjóðfélaginu. I lok þessa kafla skal svo getið eins verks, er Guðjón vann til þess að hjálpa þeim unga manni, sem hann hafði mikla trú á, til frekara náms, — Jónasi frá Hriflu. Guðjón hafði fylgzt alveg með honum og staðið í bréfasambandi við hann. Vetur- inn 1908—9 er Jónas í Oxford og langaði mikið til þess að geta haldið áfram úti einn vetur til. En fjárþröngin var slík að það horfði til þess að Jónas yrði að fara heim um vorið 1909 og ætti erfitt með að þrauka af um veturinn, því í bréfi til Sig- urðar Nordal, skrifað frá Böggvisstöðum 18. des. 1908, segir Guðjón að Jónas eigi ,,oft bágt". Síðast er hann hafi skrifað sér, hafi hann ekki átt einn „einasta eyri í vasanum" og gerir Guðjón þá ráð- stafanir til að Sigurður sendi honum peninga. En Guðjón hafði gert meira. Hann hafði tekið það upp hjá sjálfum sér að snúa sér til Jóns Þór- arinssonar fræðslumálastjóra og Magnúsar Helga- sonar skólastjóra Kennaraskólans og fengið þá til þess að gera hvorttveggja i senn: útvega Jónasi styrk frá Alþingi og tryggja honum stöðu við Kenn- araskólann, er hann kæmi heim. Og þetta gerði Jónasi mögulegt að dveljast fram á sumarið 1909 í Englandi og raunar einmitt í þeim róttækasta skóla, sem þá var í tengslum við enska verkalýðs- hreyfingu. Var þetta einstakt drengskaparþragð hjá Guðjóni — og sjálfum þótti honum mjög vænt um að það skyldi takast, því hann hafði tröllatrú á Jónasi. Segir hann i bréfi til föður síns 9. marz frá Akureyri: ,,Ég gleðst yfir þvi með sjálfum mér að Jón Þórarinsson umsjónarmaður kennslumála hefur hlaupið undir bagga með góðum dreng, fyrir mitt tilstilli, dreng, sem ég vona að verði þjóðinni okkar að einhverju liði. Var það að þakka bréfinu, sem ég skrifaði um jólin og lofaði þér að heyra." Það er því ekki að undra þótt Jónas frá Hriflu hafi ætið hugsað hlýtt til Guðjóns Baldvinssonar. Islenzk þjóð stendur vissulega í mikilli þakkar- skuld við Jónas frá Hriflu fyrir það mikla og rót- tæka starf, sem hann vann frá 1911 og fram undir 1930 — og hluta af þeirri þakkarskuld á hún Guðjóni að gjalda. Hitt er svo annað mál hvernig völdin léku þann góða dreng, er Guðjón treysti svo vel. En það er ekki þara harmleikur hans, heldur fleiri mikilla hæfileikamanna, harmleikur, sem saga sósíalismans þekkir því miður allt of vel. — Máske hefði þetta þróazt öðruvísi, ef Guðjón, bjargvættur hans, sem hann bar svo hlýjan hug til alla ævi, hefði lifað. UTANFERÐ 1909—10 Guðjón fer utan sumarið 1909 og er erlendis til hausts 1910. Hugblær hans á þessu skeiði kemur skýrt i Ijós í eftirfarandi orðum, sem hann skrifar í bréfi til Guðmundar Hliðdal, sem þá mun hafa dvalizt í Heiligenstadt í Þýzkalandi: „Ég er alltaf að verða meiri og meiri demokrat — og hugsa mér helzt að beita mér fyrir mál lítil- magnanna, ef ég get nokkuð. Það er það þezta, sem mér finnst ég geta gert í þessum undarlega vandræðaheimi." I Kaupmannahöfn umgengst Guðjón á þessum tima Ríkarð Jónsson myndhöggvara manna mest. Urðu þeir Rikarður og Guðjón miklir vinir og geymir Ríkarður margar fagrar endurminningar frá þeim tima. Sigurður Nordal getur þess sérstak- lega i minningargreininni í „Rétti" að Guðjón hafi þá umgengizt iðnaðarmennina íslenzku í Kaup- mannahöfn mun meira en stúdentana. Ríkarður kvað Guðjón í þeirra hópi hafa talað mikið, verið mælskur vel og hugkvæmur með afbrigðum. Minnt- ist Ríkarður meðal annars fundar í íslenzka stúd- entafélaginu, sem Guðjón bauð honum á. Voru sjálfstæðismálin til umræðu og hafði hiti færzt í fundinn, er úrtölumaður einn bað um orðið og hóf þá Pétur Jónsson að undirlagi Gísla Sveins- 23Q
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.