Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 48
hafði eindregið snúið sér til þeirra í blaði, sem þá kom út eitt ár, — „Alþýðublaði" Péturs G. o.fl.,**) — og markað þá braut, sem ísl. verkalýð- ur yrði að ganga, ef hann ætlaði að öðlast rétt- læti, frelsi og reisn, — m.a. með þessum orðum: „En það þykist ég sjá i hendi minni, að verka- mannasamtökum og verkamannablaði eða alþýðu manna getur því aðeins orðið lífs auðið og fram- gangs, að þau snúi sér af fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar Sósíal- ismus og nú er aðalathvarf verkamanna og litil- magna hins svokallaða menntaða heims. Mér er sú menningarstefna kærust af þeim, sem ég þekki og hefur lengi verið, ekki sízt af því, að það er sá eini þjóðmálaflokkur, sem helzt sýnist hafa eitthvað land fyrir stafni, þar sem mönnum með nokkurri tilfinningu eða réttlætis og mannúðar- meðvitund er byggilegt." („Verkefnin," 21. jan. 1906). Tíu árum þar á undan hafði hann hafið að eggja þá með áhrínsljóðum sínum, „Brautinni" (1896) og öðrum, — reynt að syngja inn í þá sósialism- ann með einhverjum fegurstu Ijóðum íslenzkrar tungu. Hann hefði viljað vinna meir. Honum rann til rifja hve grátlega seint ferðalagið gekk, — eink- um ef hann mældi það á mælikvarða sóknarinnar ytra. — En nú fékk hann þó loks langþráð tækifæri til að tala til verkamanna é fundi í félagi þeirra Dagsbrún, hið eina á ævinni. II. í DÓMKIRKJUNNI í BASEL Þing Annars Alþjóðasambandsins (II. Internat- ionale) var haldið í Basel í hinni fornu dómkirkju 24. og 25. nóvember 1912. Þingið sátu 555 full- trúar frá sósíalistaflokkum og verklýðssamtökum flestra landa Evrópu. Ræður voru fluttar, margar **) I útgáfufélagi blaðsins voru auk Péturs, Ágúst Jósefsson prentari, Guðmundur Daviðsson kennari, Magnús Gíslason Ijósmyndari, Eggert Brandsson sjómaður og 10 aðrir. „Dagsbrún" var stofnuð rétt eftir útkomu þessa blaðs og líklega m.a. að áeggjan þess. og hrífandi, en minna rætt um viðbrögð gegn styrjöld, er auðvaldið hleypti af stað, í einstökum atriðum. Jean Jaures, foringi frönsku sósíalistanna, siðar myrtur af þjóðrembingsmanni í stríðsbyrjun 1914 — lýsti þvi yfir með allri sinni mælsku að Alþjóðasambandið skyldi allsstaðar gera sínar „löglegu eða byltingarsinnuðu aðgerðir gegn strið- inu“. „Ávarp aukaþings sósíalista" var samþykkt ein- róma. Ávarpið var sjálft mjög róttækt og háfleygt og endurspeglaði á vissan máta hin ýmsu pólitisku blæbrigði innan Alþjóðasambandsins. En rauði þráðurinn var raunverulega baráttan gegn stór- veldastríði með öllum ráðum, líka allsherjarverk- föllum og uppreisn, þegar færi gæfist. Ávarpið hófst á tilvitnun í samþykktir Alþjóða- sambandsins á þingunum í Stuttgart 1907 og í Kaupmannahöfn 1910. Og þær tvær setningar, sem vitnað var i, voru einmitt með því orðalagi, sem Rósa Luxemborg og Lenín höfðu fengið samþykkt á þinginu í Stuttgart. Upphaf ávarpsins hljóðaði þvi svo: „Aiþjóðasambandið hefur á þingum sinum í Stuttgart og Kaupmannahöfn ákveðið eftirfarandi sem grundvallarstefnu verkalýðs (öreigastéttar) allra landa í baráttunni gegn stríði: Sé hætta á að strið brjótist út, þá eru verk- lýðsstéttirnar og þingfulltrúar þeirra i viðkomandi löndum, skyldugir til þess, — með stuðningi Al- þjóðaskrifstofunnar, sem skipuleggur samstarf þeirra, — að gera allt til þess að afstýra stríði með þeim aðferðum sem þeim finnst áhrifaríkast- ar og eðiilega eru breytilegar eftir því hve harðvitug stéttabaráttan er og hve hættulegt stjórnmála- ástandið almennt er. Ef styrjöld þrátt fyrir þetta brýtst út, er það skylda að berjast fyrir skjótum endi þess og reyna af öllum mætti að nota þá efnahagslegu og póli- tísku kreppu, sem af stríðinu ieiðir, tii að skera upp herör hjá almenningi og flýta þannig fyrir afnámi yfirstéttardrotnunar auðvaldsins." Síðan ræðir ávarpið Balkanstríðið og eindrægni alþjóða verkalýðs í því máli. Og síðan er undir- strikað: „Ótti yfirstéttanna við verkalýðsbyltingu vegna heimsstríðs hefur sýnt sig að vera mikilvæg trygging fyrir friði." Sósíalistum hinna ýmsu landa er síðan sagt, hvernig þeir skuli einbeita sér gegn refjum hinna ýmsu stórvelda, — hver verklýðsflokkur fyrst og fremst gegn auðvaldi síns lands og um leið með 240
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.