Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 2

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 2
á friðsamlegan hátt sem Hitlersher þess misheppnaðist að ná með báli og brandi. Fyrir auðhringi Vestur-Þýzkalands (— og þá ensku dreymir um að vera með) tekur nú tímabil hins kalda friðar við af skeiði hins kalda stríðs og þá er það þeirra kalda hyggja að ganga af hverju fyrirtækinu á fætur öðru dauðu, unz örfáir einokunarhringir drottna allsráðandi yfir atvinnulífi Vestur-Evrópu, auðvitað hampandi hugsjón frelsisins líkt og Nato lýðræð- isins. ★ o * ,,Réttur'‘ ræðir að þessu sinni auk annara ýms þau mál, sem minnzt er á hér að framan. En alveg sérstaklega verða þó rædd hér ýmis vandamál, sem örlögum geta valdið í verklýðshreyfingunni og vart eru rædd annarsstaðar. Svo hefur það verið og verður áfram. Ennfremur eru hér og hafa verið að undanförnu greinar, sem snerta sögu sósíalismans á íslandi. Þannig er nú sagt nokkuð ger frá þeim merka manni Guðjóni Baldvinssyni frá Böggvisstöðum, er dó ungur í upphafi þessarar aldar, og frá ýmsum aðstæðum kringum ræðu Þorsteins Erlingssonar í Dags- brún 1912. Það er svo um atburði í upphafi aldarinnar að heimildirnar eru oft af skornum skammti og getur því ýmislegt missagzt, þótt reynt sé að segja rétt. Væri „Rétti" þökk á ef menn vissu betur um ýmislegt sem sagt er í þessum greinum eða geymdu heimildir, sem höfundi eru ókunnar, að slík vitneskja væri látin ritstjóra í té. Áframhaldið á stefnuskrá Alþýðubandalagsins átti að koma í þessu hefti, en verður vegna þrengsla að bíða og kemur í 1. hefti næsta árgangs. Það er afar mikilvægt fyrir sósíalismann á íslandi, verklýðshreyfinguna alla og baráttu fyrir fullu þjóðfrelsi voru, að útbreiðsla „Réttar" aukist stórum. Allt ritstarf við „Rétt“ er sjálfboðastarf. Takmark tímaritsins er það eitt að afla hugsjón sósialismans fylgis og styrkja innviðu þeirrar hreyfingar, er „Réttur" berst fyrir. Hann verður því fyrst og fremst að treysta á lesendur sína og velunnara um útbreiðslu og þarmeð aukin áhrif, sem um leið gerði kleift að gera „Rétt" en stærri og fjölbreyttari en nú. Árgangur sá, sem lýkur með þessu hefti er hinn stærsti, sem enn hefur komið í hinu nýja formi. „Réttur” heitir því á lesendur sína að gera með komandi ári mikið átak til að útvega nýja áskrifendur. Enn er það svo að hver nýr áskrifandi, er þess óskar, fær árgangana 1968 til 1972 fyrir 100 kr. árganginn, að viðbættu send- ingargjaldi, er hann hefur greitt árgjald sitt. Gildir þetta boð fyrst um sinn, meðan birgðir enn endast. En á þær gengur, svo bezt er að bregða við sem fyrst fyrir þá, sem eignast vilja nýja Rétt. Árgangurinn 1967, hinn fyrsti í nýja forminu, kostar 200 kr. og er lítið til af honum. Fyrir hvern sósíalista, hvern verklýðs- og þjóðfrelsis-sinna, er „Réttur" ómetanlegt vopnabúr, sem ætíð þarf að hafa við höndina. Því er efling hans og útbreiðsla allri hreyfingunni nauðsyn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.