Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 4
vinnujafnvægi í dreifðum byggðum landsins. Endurnýjun togaraflotans sem hefur grotn- að niður á undanförnum áratugum, er einnig trygging fyrir atvinnuöryggi, þegar áhrifa hinnar nýju fiskveiðilögsögu fer að gæta að marki. Uppbygging iðnaðar í eigu og undir stjórn landsmanna sjálfra, mun á komandi árum renna nýjum og traustum stoðum undir efna- hags- og atvinnulíf okkar, auka þar fjöl- breytni og draga úr sveiflum í atvinnulífi. Þessi atriði og raunar mörg fleiri benda ótvírætt til þess að miklir möguleikar séu fyrir hendi að tryggja þau lífskjör, sem við nú höfum náð, bæta þau enn meir. NÝ VIÐHORF En hvað er það sem hefur breytt öllum viðhorfum svo mjög á síðustu fjórum árum? Þó verkalýðshreyfingin hafi á þessum ár- um háð kjarabaráttu og náð góðum samn- ingum, þá hefur það einnig gerzt fyrr. Mun- urinn er sá að nú standa þeir samningar sem gerðir eru, en áður var öllu jafnharðan rænt aftur af óvinveittu ríkisvaldi. Það sem hefur gerzt er það, að nægilega stór hluti launþega hefur gert sér það ljóst að árangur kjarabaráttu verður að tryggja með atkvæði sínu. I fyrsta skipti um langt skeið situr nú að völdum ríkisstjórn sem hefur það að mark- miði að bæta hag hinna lægst launuðu og starfa í samvinnu og samráði við heildar- samtök verkafólks. Málefnasamningur ríkisstjórnar bar þess glögg merki hverra breytinga væri að vænta fyrir alþýðu þessa lands. Jafnvel þótt atvinnurekendur og íhald reyndu eftir megni að koma í veg fyrir að kjarasamningar væru gerðir í anda málefna- samninga, þá tókst að ná þeim fram með samvirkum þrýstingi verkalýðssamtakanna og ríkisvaldsins. Þá gerðu flestir launþegar sér grein fyrir hvílík breyting hafði orðið á, á æðstu stjórn landsins. Höfuðandstæðingur liðinna ára, ríkis- stjórnin, var orðin að trausmm samherja. SAMSTARF BOÐIÐ Þessi nýju viðhorf blasa við jx.-gar Al- þýðusambandsþing verður háð. Ríkisstjórnin hefur lýst sig reiðubúna til samstarfs við verkalýðssamtökin um að tryggja þann á- rangur sem náðst hefur og óskar eftir sam- vinnu við þau um lausn á þeim vandamálum sem við blasa. Fyrra atriðið er auðvelt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að tjá sig um. Að sjálfsögðu er hún reiðubúin til samvinnu um að tryggja og bæta lífskjör hinna lægst launuðu. En hvort verkalýðshreyfingin er reiðubúin til að taka á sig þann vanda að tjá sig um lausn þeirra vandamála sem við er að glíma í efna- hagsmálum, er ég meir efins um. Þó er það grundvallaratriði. Það er spurningin um það hvort verkalýðshreyfingin sé reiðubúin til þátttöku í að stjórna landinu eða hvort hún vill aðeins láta stjórnast. Um það hefur verið margt ritað og rætt á liðnum árum, að verkalýðshreyfingin væri að missa sjónar á markmiðum sínum, að barátta hreyfingarinnar væri eingöngu orðin einhliða launabarátta, án annars markmiðs en þess að hækka launin frá einum tíma til annars, slitið úr öllu samhengi við stöðu og vandamál þjóðfélagsins í heild og án nokkurrar tilraunar til að breyta þjóðfélags- myndinni og tryggja árangur barátmnnar. Ef litið er til allra jæirra verkfalla, sem háð hafa verið, kröfugerða og samninga, sem gerðir hafa verið á síðustu tíu til tuttugu árum og j^að borið saman við þann árangur, sem náðst hefur, þá hlýtur það að verða sam- 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.