Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 18
ræði verkalýðsins, haslar hann sér völl sem ein stétt með sameiginlegt markmið. Þessi róttæka félagsmálahreyfing verka- fólks kallaði þegar á harkalega andstöðu borgaranna, sem beitm öllum ráðum til að koma í veg fyrir samtakamyndun verkafólks. Sterkasta vopn borgaranna og atvinnurek- endavaldsins var hin efnahagslega forrétt- indastaða þeirra, þar sem þeir voru eigendur auðsins og atvinnutækjanna, enda var óspart beitt atvinnuofsóknum til að knýja verkafólk til undirgefni. En þrátt fyrir efnahagsleg und- irtök tókst borgarastéttinni ekki að stöðva framrás verkafólks til bættra kjara. Verkafólk sameinaði krafta sína í öflugum verkalýðs- félögum og í krafti samtakamáttar og jafn- réttishugmynda knúði það fram mörg rétt- lætismál, mál sem við í dag teljum til þess ágætasta í þjóðfélaginu. Þannig eru margir veigamestu þættir þess lýðræðis, sem við þó búum við, ávöxtur stéttabaráttu hinna róttæku þjóðfélagsafla, fengnir með fulltingi og oft undir forustu verkalýðshreyfingarinnar. Afdráttarlaus kosn- ingaréttur, vökulög og vinnuvernd, trygg- ingalöggjöf, rétturinn til samningafrelsis, orlofs, slysabóta, og margt fleira, allt þetta hefur áunnizt, þrátt fyrir andstöðu íhalds- aflanna. Þessir sigrar og aðrir viðlíka, hefðu ekki unnizt, nema af því að verkalýðshreyfingin var róttæk þjóðmálahreyfing, sem gekk hik- laust til orustu við stjórnkerfi og valdastétt, og kaus að sveigja hið pólitíska vald til liðs við málstað sinn. Og enn átti hún sér sam- eiginlegt markmið, sem stefndi út fyrir ramma hins borgaralega þjóðfélags. ÍHALDSÁRÓÐUR UM HLUTLAUSA VERKALÝÐSHREYFINGU En {xStt yfirborðið sé nú kyrrara og stétta- baráttan hljóðari og viðnám íhaldsins ekki eins harkalegt, eru stéttaandstæðurnar enn þær sömu, eins og þjóðfélagsgerðin, og íhalds- öflin eru söm við sig, þótt aðstæðurnar fyrir- skipi þeim önnur vinnubrögð. Er ekki tókst að koma í veg fyrir vöxt og uppgang verka- lýðshreyfingarinnar, varð að grípa til annara ráða, til að viðhalda valdakerfinu, sjá til þess að verkalýðshreyfingin sætti sig við þjóðfé- lagsgerðina. Og þá erum við aftur komin að upphafsorðum mínum, um áróður íhaldsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Áróður afturhaldsins er þess efnis að verka- lýðshreyfingin eigi einungis að sinna hinni faglegu baráttu, vera hlutlaus. Áróður þessi er gerður til þess eins að slæva stéttarskyn verkafólks. Þögn um raunveruleg markmið verkalýðs- hreyfingarinnar og bann við þjóðfélagsum- ræðu, er fyrsta boðorð þessara erindreka í- haldsins. Slíkir gervi verkalýðsfrömuðir, hálf- forstjórar, fasteigna- og útgerðarbraskarar, eins og flokksoddar Sjálfstæðisflokksins í verkalýðshreyfingunni, eru þær hindranir, sem verkafólk þarf hið fyrsta að ryðja úr vegi. Undir grímu verkalýðs- og félagshyggju, eru þeir fulltrúar fésýsluvaldsins. Undanslátt- ur við slíka áróðursmenn, er alvarlegt frá- hvarf frá þeim hugsjónum er verkalýðshreyf- ingin byggir tilveru sína á. Ef að er gáð, þarf þessi áróður íhaldsins um hlutleysi verkalýðsfélaga, ekki að koma á óvart, hér er aðeins um að ræða eðlileg viðbrögð stéttar, sem á líf sitt undir óbreyttri þjóðfélagsgerð. Það kemur heldur ekki á óvart þótt íhaldið í krafti auðs og áróðurs- máttar nái tímabundinni fótfestu innan ein- staka verkalýðsfélags. Hitt hlýtur hinsvegar að vekja undrun, að þessum áróðursmönnum stéttaþjóðfélagsins hefur tekizt, að gera íhaldssjónarmið sín, að hálf opinberri stefnu verkalýðshreyfingarinnar. 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.