Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 8
af eignum sínum í Indlandi, Mið- og Suður- Afríku og víðar. Það er ekki að ófyrirsynju að brezka yfirstéttin er talin slóttugasta yfir- stétt jarðarinnar. United Africa Co., —■ auðfélag Unilever í Afríku, sem drotnar þar yfir mestallri fram- leiðslu á pálma-olíu og ótal öðrum efnum, var 1958 með 7,5 miljón sterlingspunda gróða. (Þá var gróði Unilever 60 miljónir sterl ingspunda). Unilever og brezku og þýzku togarafé- lögin, sem eru í samvinnu við hringinn, eru nú að berjast um það á Islandi að fá að halda arðránsaðstöðu sinni hér, eftir að Island er orðið sjálfstcett — og ekki lengur hcegt að múta danskri ríkisstjórn til að ofurselja þeim landhelgina —. Og þessir ræningjar ætla ekki að gera það endasleppt. Auðunn Auðunsson skipstjóri lýsir aðförum þeirra þannig í Þjóðviljanum 3. nóv sl., — og líklega eiga verksmiðjuskip hins þýzka útgerðarfélags Unilever-hrings- ins þar einhvern hlut að máli: „Á Papagrunni halda sig 6 þýzk verksmiðjuskip, og hafa gert í allt / haust. Eg reyndi í þrjá daga í röð að fá gæzluna til að stugga þeim í burtu, án árangurs. Aflageta þessara skipa er á við 10-15 fiskiskip, og þau liggja á þeim miðum, sem bezt liggja við fyr- ir Austfjarðaskipin. Á að gizka 40-60 enskir togarar eru við Langanes, Digra- nes og á Sléttugrunnsflaki og tæta upp það, sem eftir er af þorskstofninum fyrir austan". Og á meðan ránskapurinn margfaldast og hótanirnar dynja yfir Islendinga, talar svo brezkur íhaldsráðherra smjaðursmjúkt um að „svona vinaþjóðir" eigi að geta komið sér saman! — Manni koma í hug vísuorð Jó- hannesar úr Kötlum: „Ég vissi eitt sinn enskan herramann, og enginn sýndist kurteisari en hann. Hann gaf með vinstri hendi helga bók, — með hcegri lífið sjálft í staðinn tók." LEYNIVOPN BRETANS Brezka auðvaldið er að þessu sinni hrætt við að beita ofbeldi við Islendinga. Það ótt- ast afleiðingarnar, veit um þrjózku Islend- inga. Það var ekki að tilefnislausu að „Times" ritaði svo í leiðara 1941, er Bretar voru neyddir til þess að afsala Islandi í greipar Bandaríkjanna, að Bandaríkin myndu fá sig fullsadda á Islendingum, þeir gerðu sér svo háar hugmyndir um frelsi sitt! En brezka auðvaldið treystir á það leyni- vopn, er gerði þeim mögulegt að sigra í tapaðri stöðu 1961 og fá stjórnarflokkana þáverandi til að gera landráðasamninginn 9- marz 1961. Það leynivopn er undirgefni sumra stjórnmálaleiðtoga íslenzkra undir Atlanzhafsbandalagið. Það er fróðlegt að bera saman afstöðu Búa, er þeir gáfust upp 1902, og afstöðu ís- lenzku valdhafanna 1961: Búar gáfust upp fyrir ofureflinu eftir drengilega baráttu, viðurkenndu að hafa tapað og sættu afarkostum |æim, er sigur- vegarinn setti hinum sigraða. Þeir hlutu þá heiður og samúð allra góðra manna. Isler.dingar voru búnir að sigra í barátt- unni við Breta 1961. En brezka afturhalds- stjórnin hugðist snúa ósigri sínum í sam- tímanum upp í sigur í framtíðinni — og hún þrjózkaðist við að semja og hélt áfram herskipaleik, nema Island semdi af sér fram- tíðarrétt sinn til frekari útfærzlu. Ofstækis- fullum Nato-áhangendum á Islandi og Bret- landi var ljóst að þessi þrjózka Breta og þorskastríð gat leitt til alvarlegra árekstra og mikillar andúðar Islendinga á Atlanz- hafsbandalaginu. Og þennan ótta íslenzkra 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.