Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 6

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 6
við að fólk hafi úr meiru að spila og geti af þeim sökum veitt sér fleiri lífsþægindi, heldur á ég við hitt, að með breyttum neyzlu- venjum falla æ fleiri, og oft dýrir neyzlu- þættir, undir einkaneyzlu, þar sem tvímæla- laust væri hagkvæmara fyrir láglaunafólk að kosta slíkt úr sameiginlegum sjóði. Sem dæmi um þetta get ég t.d. nefnt tann- lækningar. Tannhirða og tannvernd er þýð- ingarmikill þáttur í heilsugæzlu og öllu fólki jafn nauðsynlegur. I dag verður hver ein- staklingur eða fjölskylda að greiða sinn tann- verndarkostnað, en undan er skilin tannþjón- usta í skólum. A því þarf naumast að vekja athygli, hve misþungur baggi slík þjónusta er á fjölskyld- um. Hún er augljóslega þyngri baggi á stór- um fjölskyldum, en litlum. Hún gengur á sama hátt nær fjárhag efnalítils fólks en auðugs. Hverjum kæmi þá til góða ef þessum neyzluþætti væri breytt yfir í samneyzlu? Þannig má taka marga fleiri þætti og alla með sömu rökum. Því fer t.d. víðs fjarri að menntun sé kostuð að öllu leyti úr sameigin- legum sjóð. Þeim, sem við sjúkdóma eiga að stríða, er fullljóst að því fer fjarri, að nauðsynleg lyf séu ókeypis. Þannig þarf fólk ekki aðeins að bera sjúk- dóm sinn bótalaust, heldur verður það einnig fyrir fjárhagslegum skaða, við að leita lækn- inga. Ef verkalýðshreyfingin telur það ekki hlutverk sitt að vinna að úrbótum í þessum efnum, þá verður hún að endurskoða tilveru- grundvöll sinn alvarlega. Ollum verður þó að vera Ijóst, að aukin samneyzla í þjóðfélaginu, þýðir að gjöld þjóðfélagsins hljóta að hækka, og þar verð- ur verkalýðshreyfingin einnig að hafa hönd í bagga. Það verður að vera grundvöllur þess að hún gangi til samstarfs um leiðréttingar á einstökum þáttum efnahagskerfisins, að hún fái jafnframt að taka þátt í mótun allra ann- arra þátta. Með aukinni skattheimtu, sem óhjákvæmi- legri afleiðingu af aukinni samneyzlu, verður að tryggja það að skattarnir komi réttlátlega niður á fólki. Gera verður kröfu um stór- aukið skattaeftirlit, þyngri viðurlög við skatt- svikum, breytingar á lögum til að koma í veg fyrir „lögleg" skattsvik, þyngda skatta á óhófsneyzlu og ýmislegt fleira, til að tryggja réttláta skattheimm. LOKAORÐ Hlutverk verkalýðssamtakanna er annað og meira en það eitt að tryggja félögum sín- um lífvænleg kjör. Hlutverk þeirra er að minnka lífskjarabilið í þjóðfélaginu, að auka jöfnuð. Þau verða að vinna markvisst að því að framlag hins vinnandi manns verði metið a.m.k. til jafns við framlag annarra til þjóð- félagsins. Verkalýðshreyfingin á ekki og þarf ekki að vera þolandi kerfisins. Hún á að setja fram skoðanir sínar og sjónarmið á öllum þeim málum er varða hág og lífskjör almennings. Hún á að vera virkur þátttakandi í stjórn þessa samfélags. Með tilkomu vinstristjórnar í landinu, skapast tækifæri fyrir verkalýðshreyfinguna, til að taka vaxandi þátt í stjórnun. Að nýta ekki það tækifæri væri ófyrirgef- anleg mistök. Ritað í nóvemberbyrjun 1972. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.