Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 39

Réttur - 01.10.1972, Síða 39
Mynd frá Höfn 1909: Frá vinstri til hægri. Fremri röð: Guðlaug Ólafsdóttir, María Ólafsdóttir (kona Rikarðs), Björg Stefánsdóttir frá Stakkagerði, móðir þeirra systra, Elísabet Ólafsdóttir. Aftari röð: Ólafur Hvanndal, prentmyndagerðarmaður, Sumarliði Halldórsson skógfræðingur, Ríkarð, Guðjón Baldvinsson, Guðjón Samú- elsson, síðar húsameistari ríkisins. sonar að syngja „En þeir fólar er frelsi vort svíkja" (Islendingabrag). — Þeir Guðjón og Ríkarð- ur höfðu kynnzt á heimili Bjargar Stefánsdóttur frá Loðmundarfirði, en dóttir hennar María varð síðar kona Rikarðs. Guðjón vildi að Rikarður gæfi sig að heimspeki. Hefur Guðjón vafalaust haft mikil áhrif á Ríkarð um þjóðfélagsmál eins og aðra, er hann umgekkst. Guðjón hefur ferðazt allmikið þessi tvö sumur 1909 og 1910. Hann var í Noregi, getur þess síðar að hann hafi ferðazt þar um ættland Þorsteins Svarfaðar. Þá hefur hann farið í námsferð til Þýzkalands, verið fyrri part sumarsins 1910 hjá Guðmundi Hlíðdal í Heiligenstadt í Þýzkalandi, skoðað Berlínarborg á norðurleiðinni, en eftir eftir nokkra dvöl í Höfn farið á norrænan kennara- fund í Stokkhólmi. Lýsing Sigurðar Nordal á dvöl hans í Slotsskogen er fögur og skáldleg í senn, þrungin skilningi og innlifun vinarins og skáldsins i hugarheim Guðjóns, þá hann átti ekki heilt ár ólifað. Síðan er haldið heim. Nú beið Guðjóns föst kennarastaða við skólann á Isafirði. Hann gat farið að gefa sig að þeim málum, sem hann hafði mestan áhuga á. Á ÍSAFIRÐI 1910—11 Guðjón Baldvinsson kemur til Isafjarðar með skipinu „Ceres" 11. september 1910 til þess að hefja kennslu við barna- og unglingaskólann þar. Isafjörður er þá sem löngum síðar róttækur bær, íbúar um 1800. Áhrifa Skúla Thoroddsen gætir þar enn í ríkum mæli þó hann sé sjálfur fluttur suður. Náið samband er milli róttækninnar í sjálfstæðis- málunum og þjóðfélagsmálunum, sem einkum kom þá fram í baráttunni við kaupmannavaldið. Guðmundur Guðmundsson („skólaskáld") hafði 231

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.