Réttur


Réttur - 01.10.1972, Síða 53

Réttur - 01.10.1972, Síða 53
Pétur G. Guðmundsson Þorsteinn Erlingsson Ottó N. Þorláksson að hafa sagt hve sér sárnaði niðurlægingin i þess- um efnum hér heima: „Frá minni hendi get ég nú ekki bent á nema ofurlitið af góðum vilja. Og það vita margir góðir menn í þessu félagi, að ég hefi boðið fram þá litlu fræðslu, sem ég gat veitt, ef menn hefðu séð sér gagn að því að þiggja það. Af þvi það er sann- færing mín að fræðslan og þekkingin komi ykkur upp á samtaka og sigurbrautina. Þessi sannfæring mín er orsök í því að ég stend hér í kveld. — Sannfæringin um það, að SANNLEIKURINN MUNI GERA YKKUR FRJÁLSA.* Þeim eina konungi vil ég vinna það, sem ég vinn.“ Máske hefur ádrepa Þorsteins og bardagahvöt ýtt undir þá sósíalista og brautryðjendur í verka- lýðssamtökum, sem fyrir voru i félaginu og valdið nokkru um að Verkamannafélagið Dagsbrún hófst nú handa um að útbreiða sósíalistiska þekkingu á þjóðfélagsástandinu utan lands og innan. I janúar 1913 er kosin ný stjórn: Pétur G. Guð- mundsson formaður (það hafði hann og verið 1910 * Leturbreyting í ræðunni eins og hún er prentuð. og 1911), Sighvatur Brynjólfsson varaformaður, Ottó N. Þorláksson ritari, Jón Jónsson (Tjarnargötu 6) fjármálaritari. Og i maímánuði 1913 hefst Dags- brún handa um útgáfu „Verkamannablaðsins", var Jón Jónsson ábyrgðarmaður, en Pétur G. afgreiðslu- maður og mun um leið hafa skrifað meginið af blaðinu. Það blað lifði fram í ársbyrjun 1914. (Síðasta tölublað kom út 10. jan. 1914). Það hafði verið ágreiningur um útgáfu blaðsins og segir svo um hann í afmælisblaði Dagsbrúnar á 30 ára afmælinu 1936: „Vorið 1913 samþykkti Dagsbrún að hefja út- gáfu Verkamannablaðsins. Um þær mundir var uppi allmikill skoðanamunur í félaginu og óvæg átök milli hinna eldri og ihaldssamari manna annarsveg- ar og hinsvegar þeirra, sem kröfðust meiri og við- tækari starfsemi. Ihaldssamari mennirnir höfðu bet- ur um sinn. Þess galt Verkamannablaðið og lagð- ist það niður eftir hálft ár. Fjárhagslegur halli af útgáfu blaðsins greiddur úr félagssjóði Dagsbrún- ar nam þó aðeins kr. 15,28." I bæjarstjórnarkosningum 26. janúar 1914 er D- listinn í kjöri frá Dagsbrún og á honum eru: Sighvatur Brynjólfsson næturvörður (varaform. Dagsbr.). 245

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.