Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 42
ALÞJÓÐAHYGGJA „Þjóðverskir verkamenn eru visir til þess að hjálpa dönskum verkamönnum, þegar i nauðir rekur, og þó bárust Þjóðverjar og Danir á banaspjótum 1864. En öllu þessu vilja verkamenn gleyma. Þeir óska friðar en ekki ófriðar. Þeir vilja tengja alla verkamenn saman í eina heild. Þeir vilja leggja niður vopnin og taka hönd- um saman I bróðerni. Þeir vilja bróðurlega samvinnu í staðinn fyrir blóðuga samkepni. Og ef sú hörmung og svívirða skyldi eiga sér stað að blóðugur bardagi kæmi upp á milli stórvelda Evrópu, þá verður það stjórnendunum að kenna en ekki verkalýðnum. En ef hins vegar vopnin verða lögð niður og bróðurleg samvinna kemst á meðal þjóðanna þá verður það verkamönnunum að þakka mest allra stétta. — Og til þeirrar stundar hlakka allir góðir og skynsamir menn." Guðjón Baldvinsson: Brot úr erindi, ræðu eða blaðagrein, ritað á vasabókarblað. Guðjón Baldvinsson. Sósialisminn á Islandi missti mikið við fráfall hans á unga aldri. Hann hafði ákveðið þá braut, er hann ætlaði að ganga, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Og hann var gæddur því siðferðisþreki, hugsjónaást og skyldu- tilfinningu, sem ásamt gáfum hans hefði gert hann að góðum forystumanni, er staðizt hefði jafnt of- sóknir afturhalds sem freistingar valda og metorða. Og eldmóður hans hefði í þá tíð einnig sigrazt á deyfðinni, þessum erfðafjanda andlegs lífs í Islands byggðum. HEIMILDIR: Sigurður Nordal: Guðjón Baldvinsson. I Rétti II. árg. bls. 51—71. Úrskriftir úr bréfum Guðjóns til foreldra sinna og viðtal við Guðrúnu Friðfinnsdóttur, sem Ásgeir P. Sigurjónsson, kennari á Dalvík, tengdasonur Lofts Baldvinssonar, bróður Guð- jóns, tók, skrifaði niður og lét mér I té. Viðtal og minnisgrein eftir Guðrúnu Tómasdóttur („Arnrúnu á Felli"). Minnisvarði í kirkjugarðinum á Isafirði með lág- mynd þeirri er Rikarður gerði af Guðjóni. Sú mynd birtist stækkuð í „Rétti“ 1965, bls. 237. Viðtöl við Sigurð Nordal prófessor, Rikarð Jóns- son myndhöggvara o. fl. Myndir, sem Halldór Ólafsson, bæjarfulltrúi og bókabörður á ísafirði og Ríkarður Jónsson, mynd- höggvari, létu mér I té. Sigurður Guðmundsson: Norðlenzki skólinn. Þór- arinn Björnsson gaf út. Rvík 1959. Um blöð og tímarit er getið jafnóðum. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.