Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 42
ALÞJÓÐAHYGGJA
„Þjóðverskir verkamenn eru visir til þess
að hjálpa dönskum verkamönnum, þegar i
nauðir rekur, og þó bárust Þjóðverjar og
Danir á banaspjótum 1864.
En öllu þessu vilja verkamenn gleyma.
Þeir óska friðar en ekki ófriðar. Þeir vilja
tengja alla verkamenn saman í eina heild.
Þeir vilja leggja niður vopnin og taka hönd-
um saman I bróðerni.
Þeir vilja bróðurlega samvinnu í staðinn
fyrir blóðuga samkepni. Og ef sú hörmung
og svívirða skyldi eiga sér stað að blóðugur
bardagi kæmi upp á milli stórvelda Evrópu,
þá verður það stjórnendunum að kenna en
ekki verkalýðnum. En ef hins vegar vopnin
verða lögð niður og bróðurleg samvinna
kemst á meðal þjóðanna þá verður það
verkamönnunum að þakka mest allra stétta.
— Og til þeirrar stundar hlakka allir góðir
og skynsamir menn."
Guðjón Baldvinsson: Brot úr erindi,
ræðu eða blaðagrein, ritað á
vasabókarblað.
Guðjón Baldvinsson. Sósialisminn á Islandi missti
mikið við fráfall hans á unga aldri. Hann hafði
ákveðið þá braut, er hann ætlaði að ganga, ef
honum hefði orðið lengra lífs auðið. Og hann var
gæddur því siðferðisþreki, hugsjónaást og skyldu-
tilfinningu, sem ásamt gáfum hans hefði gert hann
að góðum forystumanni, er staðizt hefði jafnt of-
sóknir afturhalds sem freistingar valda og metorða.
Og eldmóður hans hefði í þá tíð einnig sigrazt
á deyfðinni, þessum erfðafjanda andlegs lífs í
Islands byggðum.
HEIMILDIR:
Sigurður Nordal: Guðjón Baldvinsson. I Rétti II.
árg. bls. 51—71.
Úrskriftir úr bréfum Guðjóns til foreldra sinna
og viðtal við Guðrúnu Friðfinnsdóttur, sem
Ásgeir P. Sigurjónsson, kennari á Dalvík,
tengdasonur Lofts Baldvinssonar, bróður Guð-
jóns, tók, skrifaði niður og lét mér I té.
Viðtal og minnisgrein eftir Guðrúnu Tómasdóttur
(„Arnrúnu á Felli").
Minnisvarði í kirkjugarðinum á Isafirði með lág-
mynd þeirri er Rikarður gerði af Guðjóni. Sú mynd
birtist stækkuð í „Rétti“ 1965, bls. 237.
Viðtöl við Sigurð Nordal prófessor, Rikarð Jóns-
son myndhöggvara o. fl.
Myndir, sem Halldór Ólafsson, bæjarfulltrúi og
bókabörður á ísafirði og Ríkarður Jónsson, mynd-
höggvari, létu mér I té.
Sigurður Guðmundsson: Norðlenzki skólinn. Þór-
arinn Björnsson gaf út. Rvík 1959.
Um blöð og tímarit er getið jafnóðum.
234