Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 13
unnar og tengsl fólksins við land sitt. Ljóð
Knuts, eins og: Við lifum, Heimilisöryggi og
40 ekrur lands, eru góð dæmi þess. Við finn-
um hversu sárt skáldinu er um jörðina í
Romsdalnum, sem fór í eyði, allar þær jarðir,
sem eru að fara í eyði, og við bölvum því
auðmagni, sem krefst þess, að fólk þjappist
saman í stórborgum, og enginn spyr það,
hvernig því líði, eða hvort það sé ham-
ingjusamt í steinsteypunni, glerinu og stálinu.
Við finnum líka, hversu tengdur skáldið
hefur verið afa sínum, og hvernig gamli
maðurinn skýtur upp kollinum aftur og aftur
í kvæðunum og er kvæðið: Hann synti 86
ára gamall, eitt allra gleggsta dæmið um það.
Þessi kvæði hafa líka gefið norska sjónvarp-
inu tilefni til þess að gera 30 mín. langa
mynd um Knut 0degárd og æskustöðvar
hans.
Knut sagði okkur líka frá kosningabarátt-
unni um inngöngu Noregs í EBE og las
skemmtilegt kvæði um og til Per Bortens,
og tók fram um leið hversu mikinn svip sá
maður hefði sett á kosningabaráttuna.
Skemmtilegast var þó að heyra Einar
Braga flytja kvæðið: Sól skal ráða. Fyrst
færði hann móður sinni þá rauðustu, rauðustu
rós, sem hann hafði fundið og las síðan þetta
kvæði, sem segir svo margt, og því meira,
sem við lesum það oftar. Svo undarlegt er
það með þessi nútíma-ljóð, að þó við lærum
þau ekki utanbókar, þá skynjum við hrynj-
andi þeirra og við lesum þau afmr og aftur,
og okkur opnast nýjar dyr — tungu og
menningar.
Eftir ljóðalesturinn eru leyfðar fyrirspurnir,
sem fólk notar sér — í hófi þó. Ef til vill
lýsir það bezt þeirri stemningu, sem þarna
ríkti, að norska skáldið var beðið um að leika
meira á flautu sína. Var það ung stúlka, sem
það gerði, og var ánægjulegt að sjá hversu
margt ungt fólk var í salnum þetta kvöld.
Knut 0degárd
Skáldið lék, og síðan bað hann gesti að
syngja, og var vel tekið undir þá ósk.
Þegar við hurfum út í myrkrið og regnið,
hugsuðum við um hina nýju bók skáldsins,
Knuts 0degárds, og hversu gaman væri að
sjá hana og skynja óð hans til fólksins og
náttúrunnar á móti auðmagninu.
ó1. K. E.
205