Réttur


Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 52

Réttur - 01.10.1972, Blaðsíða 52
en þó hugsuSu þessir menn hærra. Þeir réðu ráð- um sínum um það í fullri alvöru, að koma i veg fyrir öll stríð framvegis. Þá er í mikið ráðizt, og vera má að ýmsum hafi þótt þetta broslegt, og telji það aðeins barnaskap fyrir félitla menn og lítilmagna, að ætla sér að halda höndum á þjóð- höfðingjum og stjórngörpum Norðurálfu, með 10 þús. milljóna fjármagni til herbúnaðar að baki sér. En þjóðveldismenn í Sviss brostu ekki. Þessum mönnum var fagnað þar, sem alvarlegum erindrek- um mannúðar og menningar. Þessum jafnaðarmönn- um, sem andstæðir eru allri lögbundinni trú, og telja sig naumast kristna menn margir þeirra, var boðin dómkirkjan í Basel — fornheilagt musteri — til að halda fund sinn í. Og litið svo á, að þeir væru að hlaða það vígi, sem Jesús frá Nassaret ætlaði sínum mönnum að byggja og verja. En kristnin hefur ýmist látið það vaðast út í hirðuleysi, horft á aðgerðalaus að brotið væri, og oft hjálpað til sjálf að rífa niður i fávizku sinni, — eða til að þóknast húsbændum sinum. — En er þetta ekki allt þýðingarlaust fleipur og mest í munninum, eins og fundir okkar hér flest- ir, svo að stjórnir og höfðingjar fari sinu fram eftir sem áður? Nei, þá tækju ekki merkir alvörumenn við þeim með feginleik og fögnuði, eins og bjargráðamönn- um, þegar slik hörmungarnótt var að færast yfir, sem í vændum virtist. Þeir vita það sjálfir jafnaðarmennirnir — dag- launamenn, iðnaðarmenn og sjómenn — að þeir eiga tvö sverð og bíta hvorttveggja vel. Þeir eru svo menntaðir og svo vel að sér, að fjöldi hefur bundizt föstum samtökum í löndunum um að standa saman eins og bræður til verndar hag sínum, hvað- an sem háska er von. Og þeir hafa jafnvel tengt bönd milli rikjanna, til þess að koma i veg fyrir bióðugar styrjaldir, sem sprotnar eru af metnaðar- hug sjórnmálamanna og herstjóra, og taumlausri fjármuna- og valdagræðgi hinna ráðandi stétta. Þær troða almúgann undir fótum og banna þeim rúm við borð náttúrunnar — jörðina. Félagsskapur og samvinna eru því fyrstu aðal- vopn almúgamanna gegn þessum aðförum og órétti. Rikisstjórnir og ráðandi stéttir þjóðanna vita þetta og óttast aðfarir alþýðu síns eigin lands, engu síður en vopn og liðsveitir óvina sinna. Nú virðist mest hætta á, að þjóðirnar hleypi til skipbrots upp á lif og dauða, áður en jafnaðarmenn ná fullum yfirtökum — að valdsmenn og hernaðarvargar vilji svala þorstanum og taka úr sér glimuskjálftann, áður en hinir geta flett þá vopnum.“ Síðan ræðir Þorsteinn um hitt vopnið, kosninga- réttinn og segir: „Með þessu vopni hafa þeir unnið margan fræg- an sigur og konungar og keisarar óttast nú ekkert annað meira en að þeir vinni undan sér löndin og þjóðirnar." öll beinist þessi ræða Þorsteins til Dagsbrún- armanna að því að kveða í þá stórhug, að veita þeim reisn með því að draga upp fyrir þeim mynd- irnar af því hverju stéttarbræður þeirra erlendis hefðu þegar áorkað með sósíalistiskum samtökum sínum og með því að afla sér þekkingar, er veitti þeim andlega yfirburði yfir ráðandi stéttum. i síðari hluta ræðunnar mælti Þorsteinn þessi orð: „---------Keisarar Þýzkalands og Rússlands og aðrir stjórnendur stórveldanna, væru ekki hræddir og skylfu ekki eins og smágreinar í stórviðri — fyrir fátækum iðnaðarmönnum, daglaunamönnum og öðrum smælingjum — ef þetta væru aðeins lausingjar, sem hlaupið hefðu saman snöggvast til hagnaðar sér í svipinn, en væru siðspilltir menn og menntunarlitlir, til búnir að tortryggja og svikja hvor annan á morgun. Nei.------En kynslóð, sem vinnur á daginn og ver öllum kvöldum sinum og litlu fristundum til þess að mennta sig, og sinum litlu fátæklingsaurum til menningar sér og félagsnauðsynju, og enn- fremur elur börn sin upp í þvi að vera sjálfum sér og félaginu trú og réttlát við alla. — Slika menn óttast æðri stéttir og stjórnarvöld rikjanna. Þvi að þeir vinna í lið með sér alla beztu og rétt- látustu menn þjóðanna, og þeir munu erfa ríkið og völdin." Þorsteinn sá í huganum hásætin skjálfa, — næstu árin sáu þau falla: Sex árum eftir að Þor- steinn mælti þessi orð höfðu byltingar fólksins feykt þeim báðum úr hásætunum, keisurum Þýzka- lands og Rússlands og fleirum til. Bjartsýni Þor- steins á mátt alþýðu í Evrópu varð sér ekki til skammar. En sem rauður þráður gekk það gegnum ræðuna hve honum rann til rifja pólitískt samtaka- leysi og þekkingarleysi verkamanna hér heima — og ekki sízt ótti og tregða ýmissa forustumanna félagsins við að veita honum tækifæri til að upp- lýsa þá. Ræðunni lauk hann með þessum orðum, eftir 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.