Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 35

Réttur - 01.10.1972, Side 35
eitthvað 8—10 félaga. Islendingafélagið, sem fyr meir hélt uppi dansi og öðrum skemmtunum er oltið út af, sannast á því sem fleiru hvað landar eru daufir og ófélagslyndir. Þetta sjá nú og við- urkenna flestir en hitt er erfiðara að gera við því. Jeg held að orsökin liggi í því að það vanti nýja og hressandi strauma inn í þjóðlifið, inn i sálir ungmennanna, nýjar kennsluaðferðir, nýjar lífsskoð- anir, nýjar stjórnmálaskoðanir, nýjar hugsjónir, því að hver kynslóð þarf að eiga hugsjón. Það er háleit markmið, sem fylli hana áhuga og starfs- löngun og lífsgleði og hún þarf að hafa tileinkað sér þær með lífi og sál, til þess að þær verði sístreymandi kraftlind, sem aldrei þornar — fyr — en lífinu lýkur. Svona kraftlind hugsa ég mér að sjálfstæðishugsjón Islands geti orðið i sálum ung- mennanna, þeirra, sem móttækilegir eru fyrir stóra, almenna hugsjón." — Og Guðjón vitnar í „Sjá hin ungborna tíð" og ritar: ,,Það er einmitt þessir stormar og stríð sem einkennir æskulýðinn, þegar hann er ekki gamall fyrir tímann." 1907, þegar konungskoman er fyrir dyrum, ritar hann föður sínum mikið ádeilubréf og róttækt um smjaður fyrir kóngi og segir m.a.: „Og siðast en ekki sízt: Stórkaupmennirnir, sem ekki vilja gefa til minnisvarða Jónasar skálds, og ekki styrkja ísl. lestrarfélag hér, þeir gefa orðalaust 5000 kr. (fimm þúsund krónur) til minnisvarða Kristjáns IX. en þar átti líka konungur í hlutl! Þeir sem þannig skríða fyrir konungi, þeir hugsa ekki eins og frjálsum mönnum ber," Sjálfur er hann svo að brjóta heilann um „til hvers hann hafi farið i skóla" og „til hvers hann sé hér" —og svarar þeim samvizkuspurningum I bréfi til móður sinnar 30. ágúst 1907: „Það að efla menntun og heill alþýðu er það 9öfugasta og bezta fyrir þá, sem gjöra sig ánægða með litil laun, litil metorð og máske — lítið lof. Eftir allar þessa hugleiðingar svara ég þá síðari spurningunni þannig: Ég er hérna til þess að afla mér þekkingar og göfgandi víðsýni, og ég ætla að leita hamingjunnar í því að reyna að auka þekk- 'hgu landsmanna á nauðsynlegum hlutum, auka víðsýni þeirra, eða vikka sjóndeildarhringinn og ef mögulegt væri — gjöra þá göfugri i hugsunarhætti °9 framferði. Með þessu síðasta reisi ég mér víst hurðarás um öxl." Ályktunina af þessum hugrenningum sínum dreg- ur hann svo 1908 og lýsir henni m.a. svo i bréfi til Guðmundar Hlíðdals 25. apríl 1908: Guðjón Baldvinsson „Ég er kominn að þeirri niðurstöðu, að hamlngj- an sé fólgin I því að njóta vel allra hæfileika sinna, i þvi að finna að maður sé frjáls, sé að fara fram, sé að vaxa, sé á réttri hyllu. En að hamingju leit- um við öll saman. Nú hugsa ég að ég njóti mín ekki eins vel, verði ekki eins frjáls, vaxi ekki eins og verða mætti, ef ég held áfram þessa leið í prófs- og embættisáttina. Því hef ég hugsað mér að breyta um strik. Ég hætti að búa mig undir embættispróf, en les af kappi til þess að verða alþýðukennari heima á Fróni." (Tilvitnun í bréfið er birt, mun lengra en hér, í grein Sigurðar Nor- dal um Guðjón i Rétti 2. árgangi). Guðjón hafði við háskólann lagt stund á mál- fræði norræna, síðan „ritskýring (filologi) og sál- arfræði", segir Sigurður Nordal. En nú snýr hann sér að þjóðfélagsmálunum með enn meiri alvöru en fyr. Sá rithöfundur um þjóðfélagsmál, sem hafði mest áhrif á Guðjón, var að sögn Sigurðar Nordal Peter Krapotkin (1842—1921). Krapotkin var vissulega glæsilegasti rithöfundur- inn og mesti maðurinn I þeirri hreyfingu, sem stefndi að kommúnisma, en vildi fara leið anark- ismans, stjórnleysisstefnunnar, fram til sameign- 227

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.