Réttur


Réttur - 01.10.1972, Side 58

Réttur - 01.10.1972, Side 58
ÞÝZKU RÍKIN Kosningarsigur Willy Brandts í Vestur- Þýzkalandi 19- nóv. tryggir frið milli þýzku ríkjanna og vonandi í Evrópu fyrst um sinn. Sósíaldemokrataflokkurinn fær 230 þing- menn (45% atkvæða) og verður í fyrsta sinn stærsti flokkur ríkisins, vinnur 18 þingsæti. „Frjálsir demokratar" fá 42 þingmenn, vinna 12. Hafa þá stjórnarflokkarnir 48 þingsæta meirihluta. „Kristilegir demokratar", þjóð- rembings-afturhald auðstéttarinnar með öll Springer-blöðin, fær 224 þingmenn, tapa 18 þingsætum (tæp 45% atkvæða). Sigur ]x;ssi er sigur hinnar raunsæu stefnu Willy Brandts í utanríkismálum. Með þessari ákvörðun kjósenda er leiðin opin til eðlilegs sambands milli hinna tveggja sjálfstæðu þýzku ríkja. Diplomatisk viður- kenning Þýzka alþýÖulýSveldisins (DDR) af hálfu ríkjanna í Norður- og Vestur-Evrópu mun nú loks verða að staðreynd á næsmnni og hefði fyrir löngu átt að verða það. Hinn Sósíalistíski Einingarflokkur í DDR (SED) uppsker nú ávöxt mjög skynsamlegrar stjórnarstefnu, sem hann hefur rekið gagnvart stjórn Willy Brandt upp á síðkastið. Hinsvegar er rétt að gera sér ljóst, að ein- mitt nú, þegar friðsamleg sambúð er tryggð fyrst um sinn, mun allur hugarfarslegur á- róður öðlast margfalt gildi. Og einmitt á því sviði hafa sósíalistisku ríkin staðið auð- valdi Vesmr-Evrópu langt að baki, svo mjög sem þau hafa á ýmsum öðrum sviðum þjóð- lífsins sýnt og sannað yfirburði sósíalismans yfir kapítalismann. Kommúnistar voru fyrsta áratuginn eftir byltinguna í Rússlandi bezm áróðursmenn Evrópu á öllum sviðum. Þetta umhverfðist á næstu áratugum. Það var sem nornir fasismans, heimsstríðsins og kalda stríðsins hefðu lagt það á sósíalismann í Sov- étríkjunum að, að sama skapi sem hann sýndi næstum ofurmannlegan hetjuskap í styrjöld og uppbyggingu, skyldu hertýgi þau, sem hann axlaði í þeirri barátm upp á líf og dauða, þrengja sjóndeildarhringinn, ýta undir ofstæki og svifta hann þarmeð þeim áróðurs- mætti og aðdráttarafli, sem sósíalismanum er eiginlegur sem frelsisboðskap hins vinnandi manns. Ur þessum álögum þarf hann að losna og nú mun reyna á það bráðlega. Þýzka alþýðulýðveldið — átmnda mesta iðnaðarríki heims — öðlast nú þann sess er því ber og alltof lengi hefur verið neitað um. Sósíalistaflokkur þess, — SED, — hefur sýnt framúrskarandi dugnað í að reisa landið úr rústum og skipuleggja atvinnulífið og tryggt þarmeð alþýðu þess bezm lífskjör meðal sósí- alistísku þjóðanna. Nú mun mjög reyna á þann flokk, máske mest allra ráðandi flokka í sósíalistísku ríkj- unum, fyrst og fremst um tvennt: Annarsvegar að hafa í fullu tré við Vestur- Þjóðverja um áróður, um skoðanamyndun almennings. Til þess þarf vafalaust mikla breytingu frá því, sem nú er, endurskoðun úreltrar afstöðu og sér þess merki að slíkt 250

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.