Réttur


Réttur - 01.10.1977, Page 13

Réttur - 01.10.1977, Page 13
lenskum stjórnmálum. I>að jrarf að byggja upp volduga vinstri hreyfingu, Jrar sem allt félagshyggjufólk tekur hönd- um saman í markvissri pólitískri sókn gegn þeim fésýslu- og gróðaöflum, sem í krafti síns auðs og valdakerfis drottna í íslensku þjóðfélagi. Sósíalistar og aðrir vinstrimenn skyldu forðast að hlaupa hver í sína áttina út af minniháttar ágreiningi. Það Jrarf fleiri sósíalista, fleiri vinstri menn, sem skilja hvað er í húfi og eru reiðubúnir til að stuðla að uppbyggingu Alþýðubandalagsins sem voldugrar stjórnmálahreyfingar, sem íslensk verka- lýðssamújk Jrurfa á að halda, sem íslenskt þjóðfrelsi Jnarf á að halda. Hætta á innrás auðhringa og auknum áhrifum bandaríska hernámsliðsins Hægri öflin, fjármálafurstar og at- vinnurekendastéttin innleiddu efnahags- stefnu á síðasta áratug er Jjjónaði gróða- öflunum í Sjálfstæðisflokknum. Þá voru kjarasamningar ógiltir, erlendu fjár- magni hleypt inn í landið og í lok við- reisnar áttu Sjálfstæðisflokkur og Aljrýðu- flokkur sök á atvinnuleysi og landflótta. Aljrýðuf'lokkurinn veitti Sjálfstæðis- flokknum þá fið til árása á lífskjörin. Framsókn hefur tekið við hlutverki Al- þýðuflokksins og stendur nú að „við- reisnarstefnu“. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir leynt og ljóst að Jrví, að festa hægri stjórnarstefnu í sessi, ýmist með stuðningi Aljiýðuflokksins eða Framsókn- arflokksins. Með Sjálfstæðisflokknnm fylgir Framsóknarflokkurinn frarn sjón- armiðunr herstöðvasinna og þjónar fyrst °g fremst hagsmunum einkagróðans. Framsóknarflokkurinn getur því með engum rétti talist flokkur félagshyggiu- fólks. Alþýðuflokkurinn lýsir fylgi við inn- rás erlendra auðhringa og reynslan af starfi lians hefur sýnt að verkalýðshreyf- ingin getur ekki treyst honum. Því munu sjálfstæðismenn reiða sig á tækifærissinn- aðan miðflokk eða reikulan Aljrýðuflokk til óvinsælustu aðgerðanna. Við blasir hættan á stórfelldri innrás fjölþjóðahringa og erlends fjármagns í íslensk peningamál er leiða mundi til mikillrar kjaraskerðingar og verða ís- lensku sjálfstæði skeinuhætt. Jafnframt er leitað efnahagslegra leiða til að auka áhrif bandaríska hernáms- liðsins og tryggja stöðu þess. Það er setið á svikráðum við sjálfstæði Jrjóðarinnar. Gegn þessari hættu verða vinstri öflin að rísa. Verkalýðshreyfing Joarf að reka alla sundrung á dyr og efla sterkan sósíal- ískan verkalýðsflokk. AlþýSubandalagið er einingarafl til vinstri. Alþýoubandalagið er einingaraflið til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Alþýðu- bandalagið er sósíalískur verkalýðsflokk- ur sem berst fyrir: Forræði vinnandi fólks yfir atvinnu- tækjunum. Félagslegum umbótum og auknum lýðræðislegum réttindum. Brottför hersins og úrsögn úr Nato. Frjálsu jafnréttisþjóðfélagi. Alþýðubandalagið er það einingarafl, sem íslensk alþýða þarf að efla — fremur nú en nokkru sinni fyrr. 221

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.