Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 8

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 8
NjörSur P. NjarSvík. hennar getur enginn maður orðið sann- ur marxisti. Þá kemur næst upp í hug- ann einstaklega næm náttúruskynjun. í bókinni allri birtist fágætlega persónuleg upplifun manns sem finnur til gleði yfir að vera hluti af náttúrunni um leið og hann gerir hana að hluta af sér. Loks verður að nefna liinn þróttmikla og blæ- brigðaríka stíl frásagnarinnar sem ber vott um tilgerðarlausa tilfinningu hins íslenska alþýðumanns fyrir tjáningar- mætti tungumáls síns. Vilji maður hins vegar setja út á eitthvað í þessari bók frá listrænu sjónarmiði, þá væri það helst nokkur skortur á auga fyrir hlutföllum í byggingu frásagnar. Á stöku stað vill teygjast um of úr aukaatriðum. En það eru smámunir einir sem forráðamenn út- gáfunnar hefðu með lítilli fyrirhöfn átt að geta bent á ef þeir hefðu haft vakandi auga á listrænu gildi þessarar bókar. Hitt kemur einnig fyrir, þótt ekki skuli telja það til galla, að manni finnst of lítið sagt. Það gildir til að mynda um frá- sagnir Tryggva af föður sínum þar sem lesandinn eygir mikla harmsögu á bak við knappar og hnitmiðaðar myndir. Fá- tækt fólk hlýtur að vera einstök bók öll- um sem hana lesa, og dýrmæt heimild um forsendur þess stopula og öfgafulla þjóðfélags sem við byggjum nú, og þá ekki síst um forsendur þeirra manna sem báru þungann af hinni erfiðu baráttu verkalýðshreyfingarinnar í upphafsglím- unni við atvinnurekendur og fjandsam- leg stjórnvöld. Af þessum sökum var framhalds bók- arinnar beðið með mikilli eftirvæntingu. Og ekki urðu menn fyrir vonbrigðum með Baráttuna um brauðið. A vissan hátt eru bækurnar líkar, en þó með nokkrum liætti frábrugðnar. Enn sem fyrr er meg- ineinkennið óbilandi trú á manneskjuna og mátt hennar til að breyta tilveru sinni. K.jölfesta frásagnarinnar er því hin marx- íska söguskoðun að maðurinn sé gerandi í tilveru sinni, en ekki þolandi, að þjóð- félag lúti engum náttúrulögmálum, Jield- ur sé það á valdi mannsins að skapa sér vísvitandi það þjóðfélag sem hann vill búa við. Þessi trú hefur ekki hvað síst verið nauðsynleg í hinum hörðu átökum kreppuáranna þegar íslenska auðstéttin var bókstaflega allsráðandi. Án hennar liefði íslensk verkalýðshreyfing aldrei orðið það þjóðfélagsafl sem hún einmitt varð í eldskírn kreppuáranna. Bygging þessa bindis er bæði markviss- ari og lieilsteyptari. Frásögnin fer hægt 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.