Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 12

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 12
Alþingiskosningarnar 25. júní 1978 urðu einn harðasti refsidómur, sem alþýða ís- lands hefur nokkru sinni fellt yfir ríkisstjórn — og skal nánar vikið að tveim fordæmum siíks á eftir. Úrslitin urðu að heita má alger umskipti hvað valdahlutföll þingflokka snertir — og þar með stétta, ef dómnum er fylgt fram. Tölulega eru þau þessi: Alþýðubandaiagið fær tæp 28 þúsund atkvæði (27.962) og 22,9% kjósenda, en hafði síðast 20.924 og 18,3%. — Þar með fær þessi flokkur íslenskra sósíalista 14 þingmenn og verður annar stærsti stjórnmálaflokkur landins á þingi og hjá þjóð. Alþýðuflokkurinn fær 26.912 atkvæði og 22% kjósenda, en hafði síðast 10.345 og 9,1%. — Fær Alþýðuflokkurinn þar með 14 þingmenn, en hafði 5 áður. Þessir tveir verkalýðsflokkar fá þar með tæp 45% kjósenda, en höfðu áður 32% og hafa aldrei í sögu þjóðarinnar náð svo miklu fylgi. Er nú fylgi þeirra samanlagt svipað og fylgi hinna stóru verkalýðsflokka (eins eða samanlagt) á Norðurlöndum, Bretlandi og í Vestur- Evrópu, og vald þeirra því svipað ef þeir Itera gæfu til þess að beita því valdi rétt, sem alþýða íslands hefur með þessum umskiptum fært þeim í hendur. Sjálfstæðisflokkurinn — höfuðflokkur borgarastéttarinnar, sem um skeið hafði nær helming þjóðar að baki sér, fær nú 39.978 atkvæði og 32,7% — og hefur hlutfallstala hans aldrei verið lægri — hafði síðast 48.764 og 42,7%. Og áður hafði hann í bæjarstjórnarkosningunum misst voldugasta og sterkasta vígi sitt í valdabaráttunni á íslandi: borgarstjórn- armeirihlutann í Reykjavík — eftir hálfrar aldar einræði. Framsókn jékli 20.661 atkv. og 16,9% kjósenda, en hafði síðast 28.381 — 24,9%. Hrapar hún þar með niður í að vera minnsti þingflokkurinn - 12 þingmenn, en íhaklið 20. Er með þessum atburðum endi bundinn á þá aðstöðu, er Framsókn hefur - með góðum árangri fyrir gæð- inga sína — hagnýtt sér í hálfa öld, að vinna á víxl með verkalýðs- eða borgara- flokkum samkvæmt fyrirmælum þeim, er Jónas frá Hriflu lagði henni 1918 í greininni „Nýr landsmálagrundvöllur“ í „Rétti“ það ár. Það er engum efa bundið að höfuðor- sök þessara algeru umskipta er reiði launafólks í landinu yfir fruntalegum svikum ríkisstjórnarinnar á kaupsamn- ingum, rifting þeirra samninga, er verka- lýður og atvinnurekendur gera, með ger- ræðislögum og helber svik á þeim samn- ingum, sem ríkisstjórnin gerir sjálf við starfsmenn sína. Kjörorðið: „Kjósið ekki kaupránsflokkana“ snart þorra alþýðu þannig að hún beitti kjörseðlinum af fullum krafti sem vopni í stéttabarátt- unni, er hún sá vojtn verkfalla og samn- inga slegin úr hendi sér með þrælalög- um. Skal nú íhuga nánar um nokkur fyrir- brigði þau, sem í úrslitum þessara kosn- inga felast, sögulegan samanburð við slík tíðindi fyrrum, og skyldur þær, sem sig- urvegurunum leggjast á herðar og að- stæðurnar til þess að framkvæma þann vilja fólksins er í kosningunum felst: fylgja sigrinum mikla eftir. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.