Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 4

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 4
beinlínis einokað alla pólitíska hugsun í landinu í krafti íjármagns síns, sem ekk- ert hinna blaðanna gat keppt við. Og all- ir þekkja baráttuaðferðir Morgunblaðs- ins, sem eru þær að halda fólki frá því að hugsa. Þar hefur aldrei farið fram um- ræða af neinu tagi, og ef til vill nægir að geta þess, að ennþá birtast reglulega hug- arórar Billy Grahams í þessu blaði, sem eru að minni liyggju botninn á mann- legri hugsun. Á sama tíma og Morgun- blaðið byggði málflutning sinn á áratuga gamalli þröngsýni og íhaldssemi - sem hin blöðin voru alls ekki saklaus af held- ur- tók Þjóðviljinn stefnubreytingu í þá átt að opna umræður og birta upplýsing- ar. Jafnframt því gerðust síðdegisblöðin sjálfstæðari gagnvart stjórnmálailokkun- um, og síðast en ekki síst kom sjónvarpið til sögunnar, sem enginn skyldi vanmeta hvað varðar almenna skoðanamyndun í landinu. Morgunblaðið missti einfald- lega af þessari þróun, og það hygg ég að ritstjórnin sé að uppgötva nú. Þetta er vafalítið sterkur þáttur í því sem nú hef- ur gerst. Innan Alþýðubandalagsins liafa á margan hátt verið tekin upp vinnubrögð í samræmi við þessa þróun. Til ilokksins hafa komið hópar af ungu, upplýstu fólki, sem er tilbúið til að leggja fram vinnu, en er ekki að sækjast eftir hégóm- legum vegtyllum. Og þó að við séum enn gagnrýnin á innviði flokksins, verðum við að vera svo sanngjörn, að við hljót- um að viðurkenna að meira lýðræði er nú í ákvarðanatökum flokksins en áður hefur verið. Það hefur oft kostað átök, en þau þolum við sósíalistar betur en aðrir flokkar. Það er einfaldlega vegna þess, að sósíalískt lífsviðhorf er hluti af manni sjálfum, sem maður kemst ekki undan. Það breytist ekkert, þó að flokkurinn sé vondur, maður er sósíalisti eftir sem áð- ur. Það er engin hætta á að við förum að kjósa íhald, framsókn eða krata, þó að við séum óánægð í flokknum. Stefna þess- ara ílokka kemur okkur ekki við. Það er hins vegar hverjum manni ljóst, hvernig ástandið er nú innan Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann missti valdið, hófust bræðra- vígin samstundis. Svo urðu þau illvíg, að Morgunblaðið gat ekki lengur talað um samstöðu Sjálfstæðismanna. Ástæðan er auðvitað sú, að flokksmenn Sjálfstæðis- llokksins eiga ekkert sameiginlegt nema sína eigin hagsmuni. Ekkert sameigin- legt lífsviðhorf tengir þetta fólk saman. Ósi gurinn er þeim ofraun. Ósigurinn hefur aldrei verið okkur of- raun. Fólkið sem trúði á bræðralag mannanna, hélt áfrarn að fjármagna sam- tökin og blaðið, á hverju sem gekk. Eng- inn hefur nokkru sinni efnast af veru sinni í samtökum sósíalista á íslandi, miklu frekar hefur það farið á hinn veg- inn. Það er varla von, að hugsjónalaust lólk skilji það eða trúi, að hvenær sem samtök okkar vantar peninga, er tiltölu- lega auðvelt að skrapa þá saman, og er bygging Þjóðviljahússins margnefnt dæmi þar um. Ungur maður, sem var ný- genginn í flokk okkar og hafði áður unn- ið á annarri flokksskrifstofu, fékk það verkefni fyrir síðustu jól að safna fé hjá flokksfólki, Jrví að rétt eina ferðina vant- aði Þjóðviljann peninga. Eg fékk upp- hringingu og fór til fundar við hann og gxeiddi mitt framlag. Hann gat ekki orða bundist og sagði eitthvað á Jrá leið, að aldrei hefði liann trúað Jrví fyrr en hann tók á, að þetta væri hægt. Fyrir okkur sósíalistum er Jretta alvanalegt og algjör- lega sjálfsagt. Undir þessu sameiginlega 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.