Réttur


Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1978, Blaðsíða 40
Þetta hefur verið inntakið í baráttu velflestra verkalýðsflokka, og við þessu baráttuhlutverki hefur flokkur okkar tekið af fyrirrennurum sínum. Það er m. a. barátta af þessu tagi sem skekur nú veröld alla, barátta sem fer fram í marg- víslegum myndum, við mismunandi að- stæður og ólíkar sögulegar forsendur. Vísast verður þetta skeið þjóðfélagslegra umskipta langærra og margbreytilegra en margir okkar ætluðu forðum, leiðir að markinu breytilegri, stundum lengri og krókóttari og ýmis víxspor stigin. Nokk- ur vígi fornra yfirstétta eru þó fallin, og baráttan heldur áfram. Mat okkar á þeim árangri sem náðst hefur, og þeim aðferð- um, sem beitt hefur verið, kann að vera eitthvað breytilegt. Og ýmsir eru þeir sem segja ,ekki svona og því síður svona', eða menn ganga þar kannski lijá og and- varpa ,Ó, grænn varstu dalur'. Víst er það bæði réttur okkar og skylda að gagnrýna allt það sem okkur sýnist hafa farið úr- skeiðis jafnt í baráttunni fyrir sósíalism- anum sem í framkvæmd hans. Hitt mun naumast tjá að afneita öllu sem áunnist hefur, þótt það sé annmörkum háð. Að vísu megum við senda slík skeyti af hendi, en vel geta þau orðið sú gagnflaug, sá búmerang er aftur snýr á fluginu og hittir okkur sjálfa. Ymur þeirra átaka, sem fram fara í veröldinni, mun halda áfram að berast að eyrum okkar og orka á okkur til viðbragða - og það eins þótt við kynnum að vilja lifa í ,glæstri einangr- un' - eins og heimsveldið góða á ofan- verðri 19. öld - og ljóma og lýsa í fjarvist okkar frá vettvangi. Áhrif umheimsins verða ekki umflúin, og mun fyrir lítið koma þótt við blökum á móti hvítþvegn- um klæðaföldum. Við erum ein þeirra mörgu liðsveita um víða veröld sem beri- ast fyrir nýjum og betri samfélagsháttum og getum ekki komist hjá að taka afstöðu og kenna til í stormum okkar tíða. Og þá mun affarasælast að varðveita sögulegt skyn sitt og skoða umheiminn opnum og gagnrýnum augum, en heilsa þó með fögnuði þeim vagninum sem eitthvað í áttina líður. Félagar, flokkur okkar Alþýðubanda- lagið er ungur flokkur, enda þótt hann hafi tekið að erfðum marga baráttu- reynda liðsmenn frá fyrirrennurum sín- um. Hann hefur sigrast á ýmsum byrjun- arörðugleikum og eflst að innri sam- heldni og áhrifum út á við. Hann hefur komið skipulagsmálum sínum í sæmilegt liorf, gert sér stefnuskrá og látið rækilega til sín taka í þjóðmálabaráttunni. Og ég vildi mega þakka fráfarandi formanni og stjórn giftusamlega leiðsögn í þessum efnum öllum. En þótt Alþýðubandalag- ið hafi fengið fastara snið en forðum er það samt enn í mótun og á að vera það. Það vill vera breiður sósíalískur flokkur þar sem liátt er til lofts og vítt til veggja. Og það er vel. Það vill auka skilning, virkni og frumkvæði liðsmanna sinna bæði til að efla baráttuna út á við og til að tryggja innra lýðræði. Og það er nauð- synlegt. Já, Alþýðubandalagið er enn í mótun — og ég vona að það verði góður og batnandi flokkur. En hvað er þá góður flokkur? Góður sósíalískur flokkur þarf að hafa á valdi sínu skýra skilgreiningu jafnt á vanda- málum líðandi stundar sem lengxa þró- unarferli, og hann verður að geta barist af skerpu og þrautseigju. Hann verður að sameina festu og sveigjanleika og geta tengt svo saman dægurbaráttu og lang- tímamarkmið að alþýðan sjái í hverjum áfangasigri blik af nýjum degi. En góður 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.