Réttur - 01.04.1978, Side 25
BJÖRN BJARNASON:
HOLLUR ER HEIMA-
FENGINN BAGGI
í eftirfarandi grein fjaliar Björn Bjarnason um stöðu íslensks iðnaðar. Þar segir hann
m. a. að nærtækasta verkefnið, sem enga bið þolir, er að búa svo að þeim iðnaði sem
nú er í landinu, að hann verði fær um að veita þeim sem við hann vinna, mannsæm-
andi lífskjör. Það þarf að sjá svo um að iðnaðurinn verði fær um að veita viðtöku
því nýja vinnuafli er á vinnumarkaðinn kemur ár hvert, því annars stefnir hér að at-
vinnuleysi.
Ef frá eru taldar Innréttingar Skúlal
Magnússonar er saga innlenda iðnaðar-
ms ekki lengri en svo að enn eru nokkrir
frumherjanna á lífi.
Það er óhætt að fullyrða að það þurfti
allmikinn kjark til að hefja iðnrekstur á
þeim árum því við svo marga erfiðleika
yar að etja. Kom Jjar ekki síst til vantrú
almennings á getu okkar til að framleiða
Hotliæfa vöru, sem var svo mögnuð að
fólk trúði því naumast þó það reyndi Jjað
sjálft, að innlenda framleiðslan gæti stað-
ið hinni erlendu á sporði, og Joví miður
verður það að viðurkennast að ennþá
höfum við ekki að fullu brotið af okkur
Joessa vanmáttarkennd.
Við þessa afstöðu almennings bættist
svo að ennþá var hugsunarháttur Hör-
mangaranna, sem endanlega komu Inn-
réttingum Skúla fyrir kattarnef, ekki
97